Leita í fréttum mbl.is

Barn síns tíma

Sífellt fjölgar þeim sem taka til máls með gagnrýnum hætti um EES-samstarfið, sem óneitanlega hefur þróast með undarlegum hætti, þótt ekki sé fastar að orði kveðið.  Eggert Sigurbergsson ritar á Fasbókarsíðu Heimssýnar eftirfarandi:

Mér er minnistæð grein ekki fyrir alls löngu þar sem fyrrverandi EES baráttumaður og ráðherra Alþýðuflokksins fór hringveginn. Hann sá ástæðu til að kvarta yfir því að það talaði enginn íslensku í öllum þeim veitingastöðum og sjoppum við þjóðveginn sem hann heimsótti og var að furða sig á hvers vegna. Stutta svarið er að það sem gerðist var EES, félagsleg undirboð (getulaus verkalýðsfélög) og vanvirðing ráðamanna við okkar menningu og tungumál. Í dag eru um helmingur þeirra sem eru á atvinnuleysisskrá með erlent ríkisfang og þúsundir eða jafnvel tugþúsundir eru "týndir" á Ísland, þvílík er óreiðan hjá þjóðskrá. EES er barn síns tíma, þegar tollar voru 10-20% á vörur frá Íslandi, og er fyrir löngu búið að snúast upp í andhverfu sína. Tollar á alþjóðavísu er um 3%, þökk sé WTO, og jafnframt er Ísland með tollfrelsi á frystum fiskafurðum með tvíhliða samningi Íslands og ESB frá 1973 sem er jafnframt rétthærri en EES. Nú eru blikur á lofti að útflutningur á ferskum fiski tilheyri fortíðinni enda á að skattleggja flutning á vöru og þjónustu í flugi til og frá Íslandi í nafni hamfarahlýnunar þar sem ESB hirðir ágóðann. Það er sannarlega kominn tími til að segja upp EES og helst sem fyrst því Norðmenn gætu verið á undan okkur.


Við minnum á Fasbókarsíðu Heimssýnar, sem vantar fleiri áskrifendur

https://www.facebook.com/groups/heimssyn


Bloggfærslur 27. febrúar 2024

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.1.): 79
  • Sl. sólarhring: 308
  • Sl. viku: 2014
  • Frá upphafi: 1184421

Annað

  • Innlit í dag: 72
  • Innlit sl. viku: 1735
  • Gestir í dag: 72
  • IP-tölur í dag: 67

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband