Leita í fréttum mbl.is

Áhugaverðar fréttir af Evrópumálunum

blodESB telur þjóðir ekki geta tekið upp evru án aðildar að sambandinu
Amelia Torres, talsmaður Evrópusambandsins (ESB) í efnahagsmálum, sagði í fréttum Ríkisútvarpsins, að evran væri órjúfanlegur hluti af ESB og ríki geti aðeins tekið upp evruna með því að ganga í sambandið fyrst. Að auki þurfi hagkerfi ríkjanna að uppfylla ströng skilyrði til að fá að ganga í Myntbandalag Evrópu, EMU.
Meira á Mbl.is

Seðlabankastjóri: Engin evra án ESB-inngöngu
Ingimundur Friðriksson seðlabankastjóri segir að ekki komi til greina að Íslendingar taki upp evru nema þeir gangi í ESB fyrst. Talsmaður ESB í efnahagsmálum tekur í sama streng og segir evruna órjúfanlegan hluta sambandsins.
Meira á Rúv.is

Peningamálastefnan bítur áfram, segir Seðlabankinn
Gengi krónunnar féll um tæp tvö prósent í dag vegna sterks orðróms um að Kaupþing hyggist færa uppgjör sitt yfir í evru. Kaupþingsmenn neita að tjá sig. Ingimundur Friðriksson seðlabankastjóri segir að peningamálastefnan muni hafa bit áfram, jafnvel þótt einhverjir viðskiptabankanna kjósi að gera reikninga sína upp í erlendum gjaldmiðlum.
Meira á Vísir.is

Frásagnir af andláti krónunnar eru ýktar
„Frásagnir af andláti krónunnar eru dálítið ýktar," segir Ásgeir Jónsson, forstöðumaður greiningardeildar Kaupþings og telur að ef til vill hafi verið ofmetin í umræðunni áhrifin af því ef fjármálafyrirtæki færðu eigið fé sitt yfir í erlenda mynt.
Meira á Vísir.is

Fjármálaráðherra undrast orð formanns Sf um krónuna
Árni Mathiesen fjármálaráðherra álítur að tal Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, formanns Samfylkingarinnar, um ónýta krónu sé áróður fyrir inngöngu í Evrópusambandið. Að öðru leyti sé það óskiljanlegt af stjórnmálaleiðtoga sem vilji láta taka sig alvarlega. Hann hefur hvorki þungar áhyggjur af krónunni né uppgjöri fyrirtækja í erlendri mynt.
Meira á Rúv.is

Áhætta í evrulaunum
Launþegar taka mikla áhættu með því að þiggja laun í evrum, segir aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands. Hann telur hverfandi líkur á að evran laumi sér bakdyramegin inn í íslenskt efnahagslíf. Hún verði aldrei tekin upp nema um það ríki pólitísk sátt.
Meira á Vísi.is


mbl.is ESB telur þjóðir ekki geta tekið upp evru án aðildar að sambandinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.1.): 180
  • Sl. sólarhring: 289
  • Sl. viku: 1958
  • Frá upphafi: 1183161

Annað

  • Innlit í dag: 156
  • Innlit sl. viku: 1718
  • Gestir í dag: 148
  • IP-tölur í dag: 148

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband