Leita í fréttum mbl.is

Mikill meirihluti Íslendinga vill hvorki Evrópusambandsaðild né evru!

no_euSamkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins, sem birt var í blaðinu í dag, eru 2/3 Íslendinga á móti því að ganga í Evrópusambandið og taka upp evru sé aðeins miðað við þá sem tóku afstöðu. 64% eru andvíg því að ganga í sambandið og 62,9% því að skipta íslensku krónunni út fyrir evru. Jafnmikil andstaða hefur ekki mælst í skoðanakönnunum síðan í byrjun árs 2003.

Ef þeir, sem ekki tóku afstöðu til þeirra spurninga sem spurt var, eru teknir með eru 53,9% andvíg aðild að Evrópusambandinu og 30,3% hlynnt aðild. 55,3% eru þá andvíg því að taka upp evru og 32,7% því hlynnt. Mikill meirihluti stuðningsmanna allra stjórnmálaflokkanna er andvígur aðild nema Samfylkingarinnar. Mesta andstöðu er að finna á meðal kjósenda Sjálfstæðisflokksins. Þar eru 2/3 andvígir Evrópusambandsaðild og upptöku evrunnar, 3/4 sé aðeins miðað við þá sem tóku afstöðu.

Skoðanakönnunin var gerð laugardaginn 20. janúar sl. og hringt í 800 manns. Úrtakið skiptist jafnt hlutfallslega eftir kyni og kjördæmum. Svarhlutfallið var mjög gott eða 84% þegar spurt var um Evrópusambandsaðild og 87,9% þegar spurt var um evruna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Apríl 2021
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 699
  • Frá upphafi: 995173

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 483
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband