Leita í fréttum mbl.is

Evran er Icesave Íra

Evrópuvaktin birti í íslenskri þýðingu leiðara New York Times í dag og segir m.a. þar

Vandi líðandi stundar hófst eftir að Írar tóku upp evruna árið 2002 og lágir vextir samhliða ákaflega losaralegum reglum um bankastarfsemi stuðluðu að fasteignabólu sem byggðist á spákaupmennsku. Þegar hún sprakk árið 2008 sýndu írsk stjórnvöld þann glannaskap að gangast í fulla ábyrgð fyrir sex stærstu banka landsins með skattfé almennings að bakhjarli.

Írar er á hnjánum á leið til Brussel að biðja um betri lánakjör vegna bankahrunsins. Á Íslandi er ríkisstjórn Jóhönnu Sig. í þriðja sinn að reyna koma okkur í sömu stöðu og Írar eru í dag. Við eigum að ábyrgjast skuldir óreiðubankanna.

Áróður ríkisstjórnarinnar gengur út á það að ábyrgðin sé fjarska lítil og þrotabú Landsbankans muni standa undir greiðslunum til Breta og Hollendinga.

Gott og vel. Þá hlýtur að vera í góðu lagi að fella Icesave-samninginn í þjóðaratkvæðagreiðslunni. Þegar búið er að greiða Bretum og Hollendingum úr þrotabúi Landsbankans getum við rætt við þá um smáaurana sem útaf standa.

Setjum öryggið á oddinn, segjum nei 9. apríl

(Tekið héðan).


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 38
  • Sl. viku: 712
  • Frá upphafi: 1118825

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 659
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband