Þriðjudagur, 8. mars 2011
ESB er samfélagslegt þunglyndi
Beittasti bloggarinn norðan heiða er Svavar Alfreð Jónsson. Hann býður upp á afbragðsgreiningu á Evrópusambandinu með stuðningi frá einum að þungaviktarmönnum í andlegu lífi Þýskalands eftirstríðsáranna. Við látum bloggið í heild fylgja hér að neðan og þökkum Svavari Alfreð hugheilt.
Hans Magnus Enzensberger skrifar ljóð, bækur og blaðagreinar. Nýjasta bók hans fjallar um Evrópusambandið eða alúðarófreskjuna Brüssel eins og Enzensberger nefnir það. Útgáfudagur hennar er 15. mars næstkomandi en þýska tímaritið Spiegel birti kafla úr henni í 9. tölublaði þessa árs.
Það eru fróðleg skrif.
ESB rúið trausti
Enzensberger byrjar á því að hrósa Evrópusambandinu fyrir framlag þess til friðar í álfunni. Hann er þeirrar skoðunar að hin evrópska sameiningarviðleitni hafi haft góð áhrif á daglegt líf þeirra sem búa í aðildarlöndum sambandsins.
Þrátt fyrir það bendir Enzensberger á að aðeins 49% Evrópubúa líti jákvæðum augum á aðild lands síns að sambandinu og aðeins 42% beri traust til stofnana þess.
Enzensberger veltir fyrir sér ástæðunum fyrir þessu vanþakklæti.
Lýðræðishalli og skrifræði
Ein helsta ástæðan fyrir vantrausti á Evrópusambandinu er skortur á lýðræði. Þess í stað hefur sambandið komið sér upp alræði embættismanna. Enzensberger segir það enga tilviljun. ESB hafi markvisst unnið að því að svipta borgarana pólitísku sjálfræði. Kommisararáð sambandsins, sem skipað er 27 fulltrúum aðildarlandanna, hafi í raun einkarétt á frumkvæði að lagasetningu. Evrópuþingið megi sín lítils gagnvart því.
Frá árinu 1979 hefur þingið verið kosið í beinni kosningu með sífellt minni þátttöku kjósenda. Síðast nýttu 43% kosningarétt sinn. Enzensberger segir það ekki nema von. Kosningareglurnar séu illskiljanlegar og sárafáir geri sér grein fyrir flokkunum sem á þinginu sitja. Það er með öðrum orðum hvorki á hreinu hvernig kosningin fari fram né til hvers sé verið að kjósa. Óvirkir kjósendur, sviptir pólitísku sjálfræði, er paradísarástand þeirra sem völdin girnast en heima fyrir yppa stjórnvöld öxlum og segjast bara vera að fylgja stefnu aðildarríkjanna.
Regluverkið
Afleiðing þessa ferlis sést í hinu útblásna regluverki Evrópusambandsins, svonefndu Acquis communautaire. Árið 2005 taldi það 85.000 blaðsíður en í dag eru þær taldar vera ekki færri en 150.000. Talið er að yfir 80% allra laga í sambandinu séu ekki lengur samin af þingum aðildarríkjanna heldur embættismönnum í Brüssel. Þessum reglum, acquis, verða öll ríkin að hlýða.
Aðildarferli Íslands að ESB felst ekki í eiginlegum samningaviðræðum heldur er þar vélað um hvernig Ísland eigi að taka upp þessi tonn af reglum og tilskipunum sem ákveðin hafa verið í Brüssel eins og ég hef áður skrifað um.
Andevrópsk viðhorf
ESB vill stækka og ráðamönnum sambandsins í Brüssel gengur illa að skilja þá sem standa gegn innlimunaráráttu þess. Þeir eru sagðir illa að sér og uppreisnargjarnir. Evrókratíunni er sérstaklega í nöp við hvers konar þjóðaratkvæðagreiðslur, staðhæfir Enzensberger í bókinni. Hún gleymir því ekki að Norðmenn, Danir, Svíar, Hollendingar, Írar og Frakkar höfnuðu því sem Brüssel vildi.
ESB hefur komið sér upp áætlun sem á að gera sambandið ónæmt fyrir gagnrýni. Sá sem mótmælir því er sagður andevrópskur. Sú orðræða minnir Enzensberger á tímabilið í Bandaríkjunum sem kennt er McCarthy eða starfsemi pólítbúrós kommúnistaflokksins í Sovétríkjunum sálugu. Þá ræddu menn um óameríska starfsemi" eða andsovéska viðleitni". Enzensberger rifjar upp þegar forsætisráðherrann í Lúxemborg sakaði starfsbróður sinn um andevrópsk viðhorf" eða þegar yfirkommisari ESB, José Manuel Barroso komst þannig að orði að þau aðildarríki sem andvíg væru áætlunum hans ynnu ekki í evrópskum anda".
Á hljóðlátum sólum
Að sögn Enzensberger ganga valdamenn í Brüssel um á hljóðlátum sólum. Valdafyrirkomulagið á sér ekki fyrirmyndir. Það er miskunnarlaus mannelska" eins og það er orðað í bókinni. ESB vill okkur aðeins það besta. Við reykjum, við borðum of mikið af fitu og sykri, við hengjum upp róðukrossa í skólastofunum, við hömstrum ólöglegar ljósaperur, við þurrkum þvottinn okkar úti þar sem hann á ekki heima. Hvað yrði um okkur ef við fengjum sjálf að ákveða hverjum við leigðum íbúðina okkar?" spyr Enzensberger. Verður ekki að hafa sama hámarkshraða í Madrid og Helsinki í samræmi við evróstaðla? Verður ekki að byggja evrópsk hús úr sömu efnunum, burtséð frá loftslagi og reynslu? Er hægt að láta viðgangast að einstök ríki ráði starfinu í eigin skólum? Hver nema kommisararnir í Brüssel ætti að ráða því hvernig evrópskar gervitennur eiga að líta út?
Nei, ESB veit allt og er best treystandi. Hlutverk þess er ekki fólgið í kúgun á borgurunum heldur að hljóðlausri samræmingu allra lífshátta þeirra. Borgararnir verða ekki sendir í Gúlagið heldur á betrunarstofnanir.
Hin sjálfviljuga ánauð
Enzensbergar vitnar í franska stjórnleysingjans Étienne de La Boétie sem talinn er meðal frumkvöðla í stjórnmálaheimspeki. Hann veltir því fyrir sér hvernig þjóðirnar afsali sér sjálfstæði sínu og beygi sig sjálfviljugar undir okið. Engu sé líkara en að eymdin sé þeirra keppikefli. Þótt aðstæðurnar sem La Boétie skrifaði um séu aðrar en í Evrópu nútímans sér Enzensberger þar hliðstæður. Hann bendir á að samkvæmt kenningum þessa franska hugsuðar sé vaninn forsenda hinnar sjálfviljugu ánauðar. Evrópa sé að venjast á skrifræðið í Brüssel. Fátt bendi til þess að borgarar álfunnar sjái ástæðu til að verja eigið pólitískt sjálfræði. Lýðræðisskorturinn í Evrópu hefur ekki leitt til uppreisnar heldur þátttökuleysis og samfélagslegs þunglyndis.
Nýjustu færslur
- Nei, Rósa Björk
- Kosturinn við aðild afhjúpaður
- Húsnæðiskostnaður lægri á Íslandi en víða í Evrópu
- Skondin mótsögn
- Heimssýn á Samstöðinni
- Til almennrar dreifingar!
- Krónan er ekki vandi
- Ísland náð sér fyrr eftir COVID en ESB
- Að munstra sig á sökkvandi skip
- Alltaf sama platið - hin skelegga Birna
- Leyndarhjúpur evrópska seðlabankans
- Efnahagslífið á evrusvæðinu nánast botnfrosið
- Viðvarandi langtímaatvinnuleysi víða í Evrópu, en minnst á Ís...
- Jaðarríkin í Evrópu líða fyrir evruna
- Evrunni hafnað þar sem hún gæti grafið undan lífeyriskerfinu
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.11.): 286
- Sl. sólarhring: 576
- Sl. viku: 2793
- Frá upphafi: 1166553
Annað
- Innlit í dag: 249
- Innlit sl. viku: 2396
- Gestir í dag: 236
- IP-tölur í dag: 231
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.