Leita í fréttum mbl.is

Flokkur Össurar og Björgvins G. snýst gegn ESB

Össur Skarphéðinsson og Björgvin G. Sigurðsson eru félagar í Verkamannaflokknum í Bretalandi, að eigin sögn. Undir forystu Tony Blair varð Verkamannaflokkurinn Evrópusambandssinnaður. Samverkamenn Blair, t.d. Peter Mandelson, tölu þess skammt að bíða að flokkurinn beitti sér fyrir upptöku evru í stað pundsins. Leiðtogar Verkamannaflokksins stíga nú hver á fætur öðrum á stokk og gagnrýna Evrópusambandið.

Aðalstjórnmálaskýrandi Telegraph, Peter Oborne, telur ótvíræð ummerki um viðsnúning á Evrópustefnu Verkamannaflokksins. Hann tilfærir dæmi um hvöss skeyti skuggaráðherra Ed Millibands, formanns Verkamannflokksins, á framferði Brusselvaldsins. Talsmenn Verkamannaflokksins segja Breta eiga ekki að taka þátt í björgunarpakka fyrir Portúgal, það sé mál hinna 17 evru-ríkja að fást við þann vanda. Hörð gagnrýni er á tillögur um 4,9 prósent hækkun fjárlaga Evrópusambandsins.

Báknið í Brussel þenst út og lýtur eigin lögmálum. Frétt í Handelsblatt segir að þeim svæðum fækkar í Evrópusambandinu sem eiga kröfu á þróunarstyrkjum. Svæði  með þjóðframleiðslu undir 75 prósent af ESB-meðaltali eiga rétt á þróunarstyrkjum. Svæðum sem svo háttar til um fækkar úr 84 í 68. Í stað þess að lækka útgjöld framkvæmdastjórnarinnar í Brussel, og þar með lækka framlög aðildarríkja, hyggst framvkæmdastjórnin búa til nýja skilgreiningu. Þau svæði sem þar sem tekjur á mann eru á bilinu 75 - 95 prósent af meðaltali ESB fá stuðning samkvæmt nýju skilgreiningunni.

Evrópusambandið vex að umfangi þótt stuðningur við sambandið minnki meðal aðildarþjóða. 

Í Bretlandi hefur Íhaldsflokkurinn einn verið um andstöðu við sífelldan vöxt Evrópusambandsins. Þegar Verkamannaflokkurinn skipar sér við hlið Íhaldsflokksins í gagnrýni á Evrópusambandið ætti öllum að vera ljóst hvert stefnir með afstöðu Breta til sambandsins.

Félagar breska Verkamannaflokksins á Íslandi geta ekki lokað augunum fyrir þróun mála í eyríkinu við strendur meginlandsins.

(Tekið héðan.)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.9.): 244
  • Sl. sólarhring: 439
  • Sl. viku: 2193
  • Frá upphafi: 1254891

Annað

  • Innlit í dag: 205
  • Innlit sl. viku: 1924
  • Gestir í dag: 199
  • IP-tölur í dag: 198

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband