Leita í fréttum mbl.is

Fullveldisflokkarnir þrír gegn Brusselvaldinu

Þrír stjórnmálaflokkar gangast undir próf í dag í Þjóðmenningarhúsinu. Fulltrúar flokkanna hitta þar fyrir þingmannanefnd Evrópusambandsins sem er í heimsókn hér á landi til að meta stöðu umsóknar Íslands um aðild að Evrópusambandinu.

Á fundi í gær hitti þingmannanefndin fulltrúa Heimssýnar. Á þeim fundi var nefndinni sagt að þrír af fjórum starfandi stjórnmálaflokknum á Íslandi væru með þá yfirlýstu stefnu að hagsmunum Íslands væri betur borgið utan Evrópusambandisns. Jafnframt sagði fulltrúi Heimssýnar að sameiginlegt verkefni framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins og Íslands væri að hætta viðræðum í bróðerni.

Formaður þingmannanefndarinnar, Pat Gallagher, sagðist á fundinum í gær hafa fullvissu fyrir því frá íslenskum stjórnvöldum að viðræðunum yrði haldið áfram. Eflaust kemur sú fullvissa frá utanríkisráðuneyti Össurar Skarphéðinssonar.

Þegar þingmannanefndin frá Brussel hitti íslenska þingmenn í dag verður samþykkt yfirlýsing, að sögn Evrópuvaktarinnar. Ef neikvæð afstaða Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks til aðildar Íslands að Evrópusambandinu kemur ekki fram í yfirlýsingunni eru þingmenn viðkomandi flokka að svíkjast um.

Eftirfarandi íslenskir þingmenn eru í íslensku þingmannanefndinni

Árni Þór Sigurðsson, Valgerður Bjarnadóttir, Jónína Rós Guðmundsdóttir, Björgvin G. Sigurðsson, Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Ólöf Nordal, Birgitta Jónsdóttir og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.1.): 22
  • Sl. sólarhring: 256
  • Sl. viku: 1800
  • Frá upphafi: 1183003

Annað

  • Innlit í dag: 19
  • Innlit sl. viku: 1581
  • Gestir í dag: 19
  • IP-tölur í dag: 18

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband