Leita í fréttum mbl.is

Fullveldisflokkarnir þrír gegn Brusselvaldinu

Þrír stjórnmálaflokkar gangast undir próf í dag í Þjóðmenningarhúsinu. Fulltrúar flokkanna hitta þar fyrir þingmannanefnd Evrópusambandsins sem er í heimsókn hér á landi til að meta stöðu umsóknar Íslands um aðild að Evrópusambandinu.

Á fundi í gær hitti þingmannanefndin fulltrúa Heimssýnar. Á þeim fundi var nefndinni sagt að þrír af fjórum starfandi stjórnmálaflokknum á Íslandi væru með þá yfirlýstu stefnu að hagsmunum Íslands væri betur borgið utan Evrópusambandisns. Jafnframt sagði fulltrúi Heimssýnar að sameiginlegt verkefni framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins og Íslands væri að hætta viðræðum í bróðerni.

Formaður þingmannanefndarinnar, Pat Gallagher, sagðist á fundinum í gær hafa fullvissu fyrir því frá íslenskum stjórnvöldum að viðræðunum yrði haldið áfram. Eflaust kemur sú fullvissa frá utanríkisráðuneyti Össurar Skarphéðinssonar.

Þegar þingmannanefndin frá Brussel hitti íslenska þingmenn í dag verður samþykkt yfirlýsing, að sögn Evrópuvaktarinnar. Ef neikvæð afstaða Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks til aðildar Íslands að Evrópusambandinu kemur ekki fram í yfirlýsingunni eru þingmenn viðkomandi flokka að svíkjast um.

Eftirfarandi íslenskir þingmenn eru í íslensku þingmannanefndinni

Árni Þór Sigurðsson, Valgerður Bjarnadóttir, Jónína Rós Guðmundsdóttir, Björgvin G. Sigurðsson, Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Ólöf Nordal, Birgitta Jónsdóttir og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

Heimilisfang: Ármúla 6, 108 Reykjavík.

Sími 859 9107.


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Nóv. 2019
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 112
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 103
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband