Leita í fréttum mbl.is

Síminnkandi áhrif smáríkja í ESB

Ákafir ESB-sinnar hafa lengi reynt að telja fólki trú um að við Íslendingar getum sætt okkur við afsal sjálfstæðis og fullveldisréttinda á fjölmörgum sviðum vegna þess að í stað skerðingar fullveldisins fengjum við hlutdeild í löggjafarstarfi ESB.

En þá ber að hafa í huga að áhrif smáríkja í ESB fara síminnkandi en völd hinna stóru vaxandi. Ráðherraráðið er tvímælalaust valdamesta stofnun ESB og þar gátu smáríki af svipaðri stærð og Ísland átt 3 atkvæði af um 350 eða tæp 0,9% atkvæðanna. En með nýrri stjórnarskrá ESB skv. Lissabon sáttmálanum er nú stefnt að meirihluta ákvörðunum í stórauknum mæli með hliðsjón af íbúafjölda aðildarríkjanna.

Atkvæðamagn Þýskalands vex úr rúmum 8% í rúm 16%, Frakklands úr rúmum 8% í tæp 13% og atkvæðastyrkur Bretlands og Ítalíu úr rúmum 8% í rúm 12%. Staða miðlungsstóru ríkjanna, Spánar, Póllands og Rúmeníu breytist lítið. En atkvæðamagn tuttugu fámennari ríkja minnkar að sama skapi. Mest minnka áhrif Möltu sem er fámennasta ríkið með um þriðjungi fleiri íbúa en Ísland; áhrif Möltuverja hrapa úr 0,9% í 0,08%, Áhrif Möltu verða sem sagt innan við 1/10 af því sem áður var. Og hlutur Íslands við aðild yrði enn smærri.

Af þessu má ljóst vera að því fámennari og áhrifa­minni sem aðildarríki eru þeim mun meiri verður skerðing sjálfstæðisins og hvergi yrði sú skerðing jafn tilfinnanleg og hér vegna fámennis þjóðarinnar en einnig vegna þess hve mikil afskipti ESB myndi hafa af stjórn landsins, þar eð sjávarútvegur vegur svo þungt í efnahagslífi okkar. Jafnframt þarf að hafa í huga að hér eru miklar orkuauðlindir sem orkusoltið ESB á vafalaust eftir að girnast.

Íslenska ríkið yrði lítið annað en hreppur á jaðri risaríkis þegar fram liðu stundir og sjálfstæð rödd Íslands myndi að mestu þagna á vettvangi Sameinuðu þjóð­anna.

Ragnar Arnalds

(Tekið héðan.)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 451
  • Frá upphafi: 1121150

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 405
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband