Leita í fréttum mbl.is

Evran ógnar Evrulandi

Reynslan sýnir að það má draga verulega í efa að það sé hagkvæmt að vera með einn gjaldmiðil í allri Evrópu. Ýmsir vöruðu reyndar við því áður en lagt var upp í vegferðina með evruna að ósveigjanlegur vinnumarkaður og fleira myndi torvelda samstarfið.

Evrunni gekk margt í haginn á hagsældarárunum fyrst eftir innleiðingu hennar. En nú blasa við erfiðleikar í Evrópu og það er ekki hægt að líta framhjá þeirri staðreynd að evran á þátt í hluta vandans jafnvel þótt hagstjórn á heimasvæði skipti þar einnig máli.  Í skjóli evrunnar fengu til dæmis ýmsir í Evrópu lán á lágum vöxtum sem hafa nú orðið að hávaxta skuldaklyfjum. Rætt hefur verið um siðavanda (moral hazard) í Grikklandi og vaxtastefnu úr takti við hagkerfið í Írlandi, svo nokkuð sé nefnt.

Margar Evrópuþjóðir hafa orðið að taka á sig miklar byrðar vegna fjármálakreppunnar. Opinber rekstur hefur víða átt í kröggum, ekki síst vegna mikilla skulda. Reynt hefur verið að skera útgjöld í nokkrum löndum niður í talsverðum mæli. Opinberir starfsmenn hafa orðið að taka á sig kjaraskerðingu eða orðið fyrir atvinnumissi. Almennt atvinnuleysi hefur reyndar verið eitt mesta vandamál evruþjóðanna frá upphafi. 

Eitt alvarlegasta vandamálið í efnahagsmálum sem blasir við evruþjóðunum er þó að þróun launakostnaðar og framleiðni hefur verið mjög mismunandi eftir löndum. Þetta er langtímavandamál sem virðist hafa verið dulið fyrir mörgum þótt þeim sem skoða talnagögn sé þessi vandi ljós. Fyrir vikið er talsverður afgangur á viðskiptum nokkurra landa, aðallega Þýskalands, á kostnað annarra sem safna skuldum. Þetta er verulegt áhyggjuefni og ástæða þess að ýmsir segja að ekkert nýtt ríki ætti að taka upp evruna (samanber nýleg ummæli Heiner Flassbecks yfirmanns Alþjóðavæðingardeildar Viðskipta- og þróunarstofnunar Sameinuðu þjóðanna, en hann taldi t.d. algjört óráð fyrir Íslendinga að taka upp evru, eins og fram kom í erindi sem hann hélt í Háskóla Íslands í vetur).
 

Mismunandi þróun launakostnaðar viðhelst í skjóli þeirrar „festu“ semsameiginleg mynt veldur og sýnir að fyrirkomulagið er ekki hagkvæmt. Það erumdeilanlegt hvaða svæði væri hagkvæmt fyrir evruna, en ljóst er að henni hefurverið ætlað mun stærra svæði en gott þykir. Fyrir vikið er fyrirsjáanlegt aðnokkrar þjóðir á jaðarsvæðunum þurfa á næstu árum að taka á sig verulega kjaraskerðingu og sú leið sem valin er út úr erfiðleikunum er sú sem talin er að muni tryggja framtíð evrunnar en ekki sem bestan hag íbúanna.

Lausn ESB er að þvinga ríkin til svokallaðrar innri gengisfellingar sem felur í sér beinar launalækkanir og ýmsar aðrar skerðingar sem reynast munu þungbærar og óvinsælar. Spurningin er sú hvort slíkar aðgerðir verði ekki nauðsynlegar með reglulegu millibili á evrusvæðinu. Það er mun eðlilegra fyrir lönd í Evrópu sem hafa frábrugðna hagþróun frá þungaviktarlöndunum og öðru vísi hagkerfi að hafa eigin gjaldmiðil og leyfa honum þá að bregðast við aðstæðum á eðlilegan og sveigjanlegan máta. Vissulega getur sveigjanlegt gengi komið niður á ákveðnum hlutum hagkerfisins eða ákveðnum hópum, en fyrir hagkerfið í heild og fyrir viðkomandi þjóð í heild er það mun heillavænlegra en að vera niðurnjörvað í aðstæður líkt og sum evruríkin búa nú við.


Vegna umræðunnar hér heima er rétt að minna á að til þessa hefur það ekki verið talið heppilegt fyrir Ísland að hafa sama gjaldmiðil og aðrar Evrópuþjóðir. Ástæðan er fyrst og fremst sú að hagkerfið hér hefur búið við annars konar sveiflur en þau á meginlandinu. Reyndar viðurkennir OECD þetta í nýlegri skýrslu þegar samtökin ræða um kostnað vegna hugsanlegs aukins atvinnuleysis ef við tækjum upp evru. Vonarbiðlum evrunnar sem trúa því að hagþróun hér á landimyndi lagast að Evrópu skal bent á reynslu þeirra evruríkja sem nú þurfa neyðaraðstoð hvert á fætur öðru. Evruspámennirnir höfðu rangt fyrir sér. Hagkerfi Evrópu hafa þróast í sundur í veigamiklum atriðum. Samleitnin sem átti að fylgja Maastricht-skilyrðunum hefur að verulegu leyti reynst vera tálsýn. Meira að segja verðbólgan hefur þróast í ólíkar áttir.


Æ fleiri eru að gera sér grein fyrir þessum vanda evruríkjanna. Sjálfsagt hefði verið skynsamlegra fyrir Evrópusambandið að fara hægar í sakirnar í evruvæðingunni. Miklar efasemdir voru um að leyfa Grikkjum að vera með. Reynsla þeirra, Íra og fleiri þjóða ætti að vera okkur Íslendingum víti til varnaðar. Við höfum reyndar trú á að svo verði.

Sjá einnig grein í alþjóðaútgáfu Spiegel um sama efni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.1.): 14
  • Sl. sólarhring: 207
  • Sl. viku: 1830
  • Frá upphafi: 1185437

Annað

  • Innlit í dag: 13
  • Innlit sl. viku: 1580
  • Gestir í dag: 13
  • IP-tölur í dag: 13

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband