Leita í fréttum mbl.is

Markaðurinn ráðleggur Brussel

Markaðurinn er, eins og allir vita, ekki til. Aftur á móti eru til menn (sjaldnast konur, því miður) sem geta gert kröfu um að tala fyrir hönd markaðarins. Einn þeirra er Jim O'Neill, aðalkallinn hjá fjárfestingabankanum Goldman Sachs í Bretlandi.

O'Neill skrifar grein í Telegraph um grísk-evrópsku kreppuna og framtíð evrunnar og þar með Evrópusambandins. Greiningin er sú að Evrulandið er ekki heppilegt myntsvæði sökum þess að 

a) efnahagskerfi þjóðríkjanna eru sundurleit

og

b) stjórnun Evrulands er sjálfri sér sundurþykk þar sem þjóðhöfðingjar stærstu ríkjanna þjarka sín á milli og valdamiðstöðvar í Brussel (frakvæmdastjórnin og leiðtogaráðið) og Frankfurt (seðlabankinn) reyna að passa upp á sitt.

Lausn O'Neill er eftirfarandi: Búið til sameiginlega skuldabréfaútgáfu, evruskuldabréf, og allir verða kátir. Grikkir fá sömu lánakjör og Þjóðverjar og geta þar með greitt upp sínar skuldir, eða mest allar.

Markaðurinn segir í gegnum O'Neill að forsenda lausnar á grísk-evrópsku skuldakreppunni er að fjármagnseigendur fái trygga ávöxtun. Það sem O'Neill segir ekki er að til að þýskur almenningur samþykki ábyrg á grískum ríkisfjármálum verður þýska þjóðarsálin að hafa hamskipti.

Markaðslausnir á pólitískum vanda er einmitt upphaf vandræðanna í Evrulandi. Sameiginleg mynt átti að auka menningarlega, félagslega og pólitíska eindrægni þjóðríkjanna í Evrulandi. Það gerðist ekki og meira af því sama mun ekki leysa vanda Evrulands. 

 

Grein Jim O'Neill

http://www.telegraph.co.uk/finance/financialcrisis/8598760/Greek-debt-crisis-Jim-ONeill-warns-eurozone-leaders-be-bold-or-the-grand-project-of-Europe-faces-serious-trouble.html 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.1.): 150
  • Sl. sólarhring: 299
  • Sl. viku: 1966
  • Frá upphafi: 1185573

Annað

  • Innlit í dag: 140
  • Innlit sl. viku: 1707
  • Gestir í dag: 137
  • IP-tölur í dag: 137

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband