Leita í fréttum mbl.is

Evrópusambandið er klofið, umsóknin er dauðaósk

Af 27 ríkjum Evrópusambandsins eru 17 með sameiginlegan gjaldmiðil og kallast Evruland. Vandræði Evrulands yfirskyggja þá staðreynd að þau tíu ríki sem ekki þvældust út í myntsamstarfið keppast við að þvo hendur sínar af mistökunum sem Frakkar og Þjóðverjar bera mestu ábyrgðina á.

Pólverjar hafa lagt á hilluna áform um að taka upp evru, Bretland neitar að greiða í björgunarsjóð fyrir Grikkland sem er að kikna undna evru-skuldbindingum. Danir og Svíar eru ekki á leið í Evruland fremur en aðrir sem standa utan. Eina Norður-Evrópuríkið sem gerir evru-gælur er Ísland með umsókn sinni um aðild að Evrópusambandinu.

Klofningurinn milli Evrulands annars vegar og hins vegar annarra ESB-ríkja mun taka á sig ákveðnari mynd næstu misserin eftir því sem fjármálakreppan verður pólitískari.

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra og stjórnvitringur lætur eins og hann viti ekki um klofninginn í Evrópusambandinu. Þegar evran, sem var helsta tromp aðildarsinna, gjöreyðileggur efnahagskerfi jaðarríkja Evrópusambandsins verður umsókn Íslands um aðild að téðu sambandi nánast eins og efnahagsleg dauðaósk. 


mbl.is Fari Grikkir í greiðslufall mun Evrópa spjara sig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Apríl 2021
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 699
  • Frá upphafi: 995173

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 483
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband