Leita í fréttum mbl.is

Krefst Þorsteinn Pálsson afsagnar Jóns Bjarnasonar?

Haraldur Benediktsson formaður Bændasamtaka Íslands segir trúnaðarmann Össurar Skarphéðinssonar, Þorstein Pálsson, hafa í frammi lítt dulbúna kröfu um að Jón Bjarnason landbúnaðarráðherra segi af sér til að aðildarviðræður við Evrópusambandi fái að halda áfram.

Bændasamtökin lögðu nýlega fram ítarlega rannsóknaritgerð og í viðauka kröfur um að landbúnaðarhagsmunir þjóðarinnar verði ekki fyrir borð bornir í samningaviðræðum.

Þorsteinn Pálsson sem situr í samninganefnd Íslands við Evrópusambandið í umboði utanríkisráðherra sneri út úr málflutningi Bændasamtakanna í blaðagrein.

Haraldur Benediktsson svarar Þorsteinin með grein á Evrópuvaktinni sem lýkur með þessum orðum:

Þorsteinn Pálsson fellur í þá gryfju að taka eina varnarlínu bænda fram til að gera hana tortryggilega. Hann gerir í raun enga tilraun til að ræða málefnalega um afstöðu bænda. Ef hann vill gera það þá þarf hann að svara í heild þeim rökum sem bændur hafa sett fram Þetta eru okkur vonbrigði því Bændasamtökin tóku alvarlega áskoranir um málefnalega umræðu um ESB, þau mæta til umræðunnar með einstaka og vandaða rannsókn á því hvað er í „ESB pakkanum“ Bændasamtökin hafa fjallað um hagsmuni landbúnaðar með opinni umræðu. Undirbyggt sjónarmið sín með gildum rökum. Tekið lýðræðislega afstöðu. Hið sama er ekki hægt er að segja um stjórnvöld sem pukrast með samningsafstöðu Íslands. En kannski ekki, því eina raunverulega samningsafstaðan er að fá inngöngu – hvað sem það kostar.

Bændur eiga menn sem kunna að koma fyrir sig orði og skilja á milli kjarna og hismi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 358
  • Sl. viku: 1983
  • Frá upphafi: 1185229

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 1707
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband