Leita í fréttum mbl.is

Opin umræða í Evrópu, lokuð á Íslandi

Umræðan í Evrópu um framtíð ESB almennt og Evrulands sérstaklega er opin og lýðræðisleg. Tveir meginkostir blasa við. Í fyrsta lagi að bjarga evrunni með stóraukinni miðstýringu á efnahagslífi þeirra 17 landa sem eiga evru fyrir lögeyri. Í öðru lagi að brjóta upp evru-samstarfið með því að Þýskaland og fylgiríki gangi úr samstarfinu eða að jaðarríkin hrökkvi af skaftinu.

Umræðan á Íslandi um aðildarumsókn að ESB er lokuð og ólýðræðisleg. Samningsmarkmið Íslands eru ekki kynnt almenningi. Lokaðir fundir íslenskra ráðamanna við erlenda leiðtoga skapa tortryggni og upplýsa ekkert. Hagmunaaðilar hér heima þurfa að fara Fjallabaksleið til að fá upplýsingar.

Umsókn ríkisstjórnar Jóhönnu Sig. um aðild að Evrópusambandinu er ekki í þágu þjóðarinnar heldur í beinni andstöðu við vilja þjóðarinnar. Kerfislæg lokun á Evrópuumræðuna hér á Íslandi er tilraun til að fela umboðsleysi ríkisstjórnarinnar.

Meðhlauparar ríkisstjórnarinnar í fjölmiðlum berja í umsóknarbrestina líkt og þeir drógu fjöður yfir öfgar og óheilindi viðskiptalífsins á tímum útrásar.


mbl.is Framtíð evrunnar í skoðun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 17
  • Sl. sólarhring: 487
  • Sl. viku: 2426
  • Frá upphafi: 1165800

Annað

  • Innlit í dag: 16
  • Innlit sl. viku: 2107
  • Gestir í dag: 16
  • IP-tölur í dag: 16

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband