Leita í fréttum mbl.is

Ísland, Evrulandið og hitt Evrópusambandið

Neyðarfundur leiðtoga þeirra 17 ríkja sem mynda evru-svæðið var haldinn í síðustu viku til að bjarga myntsamstarfinu. Spiegel tekur saman í stuttri grein helstu ákvarðanir neyðarfundarins. Að frátöldum beinum aðgerðum til aðstoðar ríkja í neyð s.s. Grikklands, Írlands og Portúgal eru búið að samþykkja varanlega lánasjóð fyrir evru-svæðið.

Ásamt lánasjóði Evrulands samþykkti neyðarfundurinn að aðgerðaráætlun yrði gerð til að auka samkeppnishæfni evru-ríkjanna. Slík áætlun mun óhjákvæmilega fela í sér stóraukna miðstýringu á efnahagskerfum ríkjanna 17 sem eru með evru fyrir lögeyri.

Þegar útfærsla á samþykktum neyðarfundarins liggur fyrir munu þau tíu ríki Evrópusambandsins sem standa utan evru-samstarfsins verða að gera upp við sig hvort þau ætla að stökkva um borð í evru-bátinn eða standa á hafnarbakkanum.

Engar líkur eru á því að þau tíu ríki Evrópusambandsins sem standa utan evru-samstarfsins muni á næstu árum munstra sig á skútuna sem fjármálaráðherra Ítalínu líkti við Titanic.

Umsókn Íslands er um aðild að Evrulandinu. En í ,,hinu Evrópusambandinu" verða ríki eins og Bretland, Danmörk og Svíþjóð.

Íslensk stjórnvöld, í það minnsta sá hluti stjórnvaldsins sem er á forræði Samfylkingarinnar, þarf að útskýra fyrir þjóðinni hvaða erindi hún á í Evruland.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.1.): 314
  • Sl. sólarhring: 476
  • Sl. viku: 2395
  • Frá upphafi: 1188531

Annað

  • Innlit í dag: 275
  • Innlit sl. viku: 2171
  • Gestir í dag: 261
  • IP-tölur í dag: 258

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband