Leita í fréttum mbl.is

Ragnar Arnalds um Evrópuherinn

Áformin um fyrirhugaðan ríkisher ESB eru umræðuefni sem ESB-sinnar forðast eins og heitan eldinn. Það er skiljanlegt. Hernaðarbrölt hljómar alltaf heldur illa í eyrum flestra Íslendinga. En það er tilgangslaust að stinga höfðinu í sandinn. Umræðan um hernaðaruppbyggingu ESB verður sífellt meira áberandi. 

Hér á síðunni var á það bent fyrir skömmu að Merkel, kanslari Þýskalands, hefði rætt um nærtækustu verkefni ESB og eitt þeirra væri uppbygging "Evrópuhersins" eins og hún nefndi þessa draumsýn sína þótt auðvitað sé ESB langt í frá það sama og Evrópa.

Við myndum þó vita lítið um þessa fyrirhuguðu skrautfjöður í hatti stórríkisins ESB ef ekki væri uppi bullandi ágreiningur innan þess um framkvæmdina og þá einkum um það hvar aðalstöðvarnar verði staðsettar. Willam Hague, utanríkisráðherra Breta, blandaði sér í umræðuna fyrir fáeinum dögum og reyndar með neikvæðum hætti því að hann gagnrýndi fyrirhugaða hernaðaruppbyggingu og tók hana sem dæmi um útþenslustefnu ESB.

Deilurnar um staðsetningu höfuðstöðvanna snýst um þau áform Þjóðverja að hafa þær á einum stað á meginlandinu. En það mega Bretar ekki heyra nefnt. Sú samhæfing hernaðaraðgerða ESB sem nú á sér stað er skipulögð frá fimm herstöðvum í Bretlandi, Frakklandi, Þýskalandi, Grikklandi og á Ítalíu.

Hague lýsti því yfir 18. júlí s.l. að Bretar myndu aldrei samþykkja þá hugmynd að byggja upp einar hernaðarlegar höfuðstöðvar í stað miðstöðvanna í fyrrnefndum fimm löndum. "Þar er rauðalínan", bætti Hague við. 

Hér er því enn eitt ágreiningsefnið á ferðinni sem klofið getur ESB enn frekar til viðbótar við gjaldmiðilsmálin og stóru spurninguna um áframhaldandi samrunaferli. ESB ber flest helstu einkenni nýs stórríkis nú þegar, eins og að var stefnt, og auðvitað finnst leiðtogum ESB að stórríkið verði að hafa sérstakan ríkisher.

Ragnar Arnalds  

(Tekið héðan.)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.11.): 33
  • Sl. sólarhring: 499
  • Sl. viku: 2540
  • Frá upphafi: 1166300

Annað

  • Innlit í dag: 30
  • Innlit sl. viku: 2177
  • Gestir í dag: 29
  • IP-tölur í dag: 26

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband