Leita í fréttum mbl.is

Heiðarlegur Fischer afhjúpar fals íslenskra aðildarsinna

Joschka Fischer fyrrum utanríkisráðherra Þýskalands skrifaði grein sem birtist í Morgunblaðinu í dag um samrunaþróun Evrópu. Fischer er hlynntur sameiningu Evrópu undir frönsk-þýsku forræði. Alger forsenda samruna álfunnar er að evran haldi velli, segir Fischer. Hann gerir ráð fyrir að evru-ríkin 17 munu gefa frá sér fullveldi sitt til að bjarga evrunni.

Evru-ríkin mun mynda Stór-Evrópu en jaðarríkin halda meira af fullveldi sínu og vera í fríverslunarsambandið við Stór-Evrópu. Bretland og Norðurlönd verða á jaðrinum, segir Fischer. Gefum honum orðið 

Í fyrsta lagi hvað varðar mismunandi samrunahraða Evrópu eftir tveimur brautum, sem hefur verið raunveruleiki síðan í fyrstu lotum stækkunar Evrópusambandsins. Mun sambandið nú skiptast í framvarðasveit (hóp evruríkja) og bakvarðasveit (hin í hópi aðildarríkjanna 27). Þessi formlega skipting mun breyta innra skipulagi ESB í grundvallaratriðum. Undir regnhlíf stækkaðs Evrópusambands munu hinar gömlu brotalínur á milli evrópsks efnahagsbandalags sem leitt er af Þjóðverjum og Frökkum annars vegar og evrópsks fríverslunarbandalags sem leitt er af Bretum og Norðurlöndum hins vegar koma fram á ný. Héðan í frá munu evruríkin ákvarða örlög ESB meira en nokkru sinni, vegna sameiginlegra hagsmuna.

 

Í öðru lagi mun stökkið inn í gjaldeyrissjóð og sameiginlega stjórn efnahagsmála leiða til frekari og víðtækrar skerðingar á fullveldi aðildarríkjanna, í þágu evrópskrar lausnar á vettvangi sambandsins. Má til dæmis nefna að innan myntbandalagsins munu fjárlög einstakra aðildarríkja heyra undir evrópska eftirlitsstofnun.

Fischer er heiðarlegur Stór-Evrópusinni. Íslensku aðildarsinnarnir leggja sig aftur í líma að draga upp falsaða mynd af stöðunni í Evrópusambandinu og hvert það er að þróast.

Evrópusambandið sem Ísland sótti um aðild að sumarið 2009 er ekki lengur til. Við eigum að draga umsóknina tilbaka.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 214
  • Sl. sólarhring: 447
  • Sl. viku: 2694
  • Frá upphafi: 1164901

Annað

  • Innlit í dag: 185
  • Innlit sl. viku: 2314
  • Gestir í dag: 177
  • IP-tölur í dag: 175

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband