Leita í fréttum mbl.is

Lýðskrumið um ónýtu krónuna

Egill Jóhannsson forstjóri Brimborgar bloggar um krónu og hagstjórn

Guðmundur Steingrímsson sem í gær sagði sig úr Framsóknarflokknum nefnir að ónýtur gjaldmiðill sé m.a. ástæða úrsagnar hans úr flokknum í merkingunni að forsystumenn flokksins styðja ekki að Ísland taki upp evru.

Gjaldmiðill getur ekki verið ónýtur en aftur á móti getur hagstjórnin verið það léleg að það endurspeglast í gjaldmiðlinum. Ástand gjaldmiðils er tákn um ástand hagkerfisins.

Það er því einhverskonar bull þegar menn kasta fram lýðskrumsfrasanum "ónýt króna". Ekki er hægt að taka mark á þeim sem svona tala og horfa til töfralausna eins og ESB og evru.

Það er algerlega á kristaltæru að nákvæmlega sömu meðulum þarf að beita við hagstjórnina hvort sem menn eru með krónu eða evru sem er einmitt m.a. ástæða þess að evrusamstarfið gerir kröfu um svokölluð Maastrict hagstjórnarskilyrði.

Það er af þeirri nákvæmlega sömu ástæðu að Grikkland er í vondum málum ásamt fleiri evruríkum og Ísland vegna þess að þau fylgdu ekki leiðbeiningum Maastricht. Ásamt auðvitað fleiri atriðum því þótt Maastrict skilyrðin séu nauðsynleg þá eru þau ekki nægjanleg.

Það er því ekki mark takandi á neinum stjórnmálamanni sem vill "bíða eftir inngöngu í ESB og upptöku evru" til að taka á hagstjórninni í stað þess að einhenda sér í verkið strax. Það þarf nefnilega hvort sem er að taka á hagstjórnni hvort sem evra verður tekin upp eða ekki. ESB leyfir ekki annað.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.1.): 221
  • Sl. sólarhring: 248
  • Sl. viku: 2194
  • Frá upphafi: 1182958

Annað

  • Innlit í dag: 197
  • Innlit sl. viku: 1917
  • Gestir í dag: 181
  • IP-tölur í dag: 181

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband