Leita í fréttum mbl.is

Kindarleg þögn Vg um Evrópumál

Flokksráð Vinstri grænna hittist um helgina og samkvæmt venju var ályktað um stórt og smátt er lýtur að stjórnmálmálum t.d. velferðarmál, átökin í Líbíu og nauðsyn dýralækninga. Eitt mál var þó ekki nefnt stöku orði í ályktun flokksráðsins og skyldi þó ætla að skylt væri skeggið hökunni; Evrópumál, sem hafa verið í stefnuyfirlýsingu Vg frá stofnun 1999 fengu enga umfjöllun.

Í stefnuyfirlýsingunni frá 1999 segir

Hugsanlegur ávinningur af aðild Íslands að Evrópusambandinu réttlætir ekki frekara framsal á ákvörðunarrétti um málefni íslensku þjóðarinnar og er aðild að Evrópusambandinu því hafnað. Hagsmunir fjármagns og heimsfyrirtækja eru í alltof ríkum mæli drifkraftar Evrópusamrunans, miðstýring, skrifræði og skortur á lýðræði einkennir stofnanir þess um of.

Flokksforysta Vinstri grænna vanvirti þessa stefnu þegar samið var við Samfylkinguna um að styðja þingsályktun um að veita heimild til aðildarumsóknar að ESB. Tveir þingmenn Vinstri grænna hafa kvatt þingflokkinn gagnvart vegna Evrópumála.

Oft hefur verið ályktað af minna tilefni.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 140
  • Sl. sólarhring: 286
  • Sl. viku: 2509
  • Frá upphafi: 1165137

Annað

  • Innlit í dag: 116
  • Innlit sl. viku: 2139
  • Gestir í dag: 112
  • IP-tölur í dag: 111

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband