Leita í fréttum mbl.is

Aðlögunin fellir umsóknina - og Össur

Umræðan um umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu líður fyrir blekkingar aðildarsinna. Össur Skarphéðinsson er eins og jafnan iðinn við kolann. Nýverið tilkynnti Evrópusambandið að viðræðum við Ísland um landbúnaðarmál yrði frestað þar sem Ísland hefur ekki aðlagað regluverk sitt Evrópusambandinu.

Össur hefur ætíð neitað því að umsóknarríkið Íslandi þurfi að gangast undir reglur Evrópusambandsins um aðlögun. Sölumennska Össurar er að Íslendingar ,,kíki í pakkann" með óskuldbindandi viðræðum. En það er ekki í boði.

Í bréfi frá Evrópusambandinu segir um aðlögunarkröfuna í landbúnaðarmálum 

Iceland presents a strategy including a planning schedule of measures to be taken progressively in order to ensure full compliance with the acquis under chapter 11 Agriculture and rural development by the date of accession as regards agricultural policy, legislation and administrative capacity, taking into accoount the specific circumstances for agriculture in Iceland.

Hér er talað um heildaráætlun (strategy) og að framkvæmdaáætlun (schedule of measures) verði hrint í framkvæmd jafnt og þétt (to be taken progressively) til að íslenska landbúnaðarkerfið uppfylli lög og reglur ESB frá fyrsta degi aðildar. 

Bréfið er krafa um aðlögun að Evrópusambandinu og í fullu samræmi við þá yfirlýstu stefnu sambandsins að eina leiðin inn er leið aðlögunar.

Össur Skarphéðinsson kallar það góðan gang í viðræðum þegar umsóknin er stand.

Leggjum aðildarumsóknina til hliðar, skrifum undir hjá skynsemi.is


mbl.is Össur: Andstæðingar ESB hræddir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 43
  • Sl. sólarhring: 291
  • Sl. viku: 2400
  • Frá upphafi: 1165317

Annað

  • Innlit í dag: 29
  • Innlit sl. viku: 2055
  • Gestir í dag: 29
  • IP-tölur í dag: 28

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband