Leita í fréttum mbl.is

Afnemum stjórnmál, göngum í ESB

Stjórnmál eru til að almenningur fái tækifæri til áhrifa, til að yfirvöld hlusti á raddir fólksins. Fyrr á öldum, á tímum einveldis, voru engin stjórnmál, aðeins ríkisvald sem réttlætti sig með vísun á guð almáttugan. Aðildarsinnar á Íslandi eru orðnir svo þreyttir á stjórnmálum að þeir óska sér einveldis frá Brussel.

Hér er samfélagsgreining eins helsta talsmanns aðildarsinna á Íslandi, Ólafs Stephensen ritstjóra Fréttablaðsins.

José Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnarinnar, sagði í ræðu sinni á Evrópuþinginu í gær að það hefði verið tálsýn að halda að hægt væri að hafa sameiginlegan gjaldmiðil og sameiginlegan innri markað á meðan hvert ríki færi sínu fram í efnahags- og ríkisfjármálum. Það er rétt. Tilhneiging stjórnmálamanna til að kaupa sér vinsældir og atkvæði með því að eyða um efni fram og safna skuldum er alþjóðlegt vandamál og krefst alþjóðlegra lausna.

Og auðvitað er einveldi ESB hafði yfir spillingu. Það sitja aðeins einstaklingar sem af guðs náð eru stjórnvitringar er gera aldrei neitt rangt. Amen.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.1.): 15
  • Sl. sólarhring: 505
  • Sl. viku: 2159
  • Frá upphafi: 1187582

Annað

  • Innlit í dag: 13
  • Innlit sl. viku: 1930
  • Gestir í dag: 13
  • IP-tölur í dag: 13

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband