Leita í fréttum mbl.is

Jó-jó aðlögunarviðræður Össurar

Þegar umsókn Samfylkingar um aðild Íslands að Evrópusambandinu var samþykkt naumlega á alþingi 16. júlí 2009 átti ferlið fram að samningi aðeins taka um 16 mánuði. Síðan eru liðnir 27 mánuðir og ekkert bólar á samningi.

Össur Skarphéðinsson utanríkis kemur ýmist í fjölmiðla og tilkynnir hægagang í ferlinu, og kennir iðulega Jóni Bjarnasyni sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, um að þverskallast við kröfum Evrópusambandsins og bera sök á töfinni, eða að fljúgandi gangur sé á málinu og niðurstaða handan við hornið.

Eftir fund með þýska utanríkisráðherranum í gær endurtekur Össur að viðræðum sé um það bil að ljúka. Aðeins er rúmur mánuður síðan að Evrópusambandið tilkynnti Össuri að ekki yrðu viðræður hafnar um landbúnaðarmál fyrr en Íslendingar aðlöguðu sig að laga- og regluverki Evrópusambandsins í málaflokknum.

Hvorki samfylkingarhluti ríkisstjórnarinnar né Evrópusambandið hafa áhuga á að fá nei í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þess vegna verður enginn samningur tilbúinn í fyrirsjáanlegri framtíð.

Skrifum undir hjá skynsemi.is og hjálpum alþingi að komast að réttri niðurstöðu og leggja aðildarumsóknina til hliðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 216
  • Sl. sólarhring: 274
  • Sl. viku: 2585
  • Frá upphafi: 1165213

Annað

  • Innlit í dag: 189
  • Innlit sl. viku: 2212
  • Gestir í dag: 177
  • IP-tölur í dag: 175

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband