Leita í fréttum mbl.is

Össur og leikhús fáránleikans

Evrópusambandið krefst aðlögunar umsóknarríkja að reglum og lögum sambandsins og að það gerist í umsóknarferlinu. Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra er ekki með heimild frá alþingi að aðlaga íslenskt stjórnkerfi Evrópusambandinu. Í stað þess að viðurkenna staðreyndir og annað tveggja draga umsóknina tilbaka eða fá nýtt umboð frá alþingi þverskallast Össur og gerir í leiðinni starfsmenn utanríkisráðuneytisins að kjánum.

Eftirfarandi er úr frétt RÚV

ESB telur Ísland hins vegar ekki í stakk búið að hefja viðræður um byggðamál og vill tímasetta áætlun um innleiðingu byggðastefnu sambandsins áður en viðræður hefjast. Við þessu verður brugðist, segir Stefán Haukur. Það þurfi einfaldlega að fara í greiningarvinnu og setja fram tímasettar áætlanir um hvernig Íslendingar myndu setja upp þessa ferla og laga stjórnsýsluna að þeim skyldum sem þurfi að undirgangast og til þess að geta notið þess ávinnings sem felist í aðild á þessu sviði þannig að Íslendingar verði tilbúnir á fyrsta degi aðildar.

Dagsettar áætlanir um upptök regluverks ESB eftir inngöngu eru óhugsandi án þess að inngöngudagur liggi fyrir. Og inngöngudagur liggur ekki fyrir vegna þess að dagsettar áætlanir eru ekki fyrir hendi.

Össur býður upp á leikhús fáránleikans með starfsmenn utanríkisráðuneytisins í helstu hlutverkum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 44
  • Sl. sólarhring: 292
  • Sl. viku: 2401
  • Frá upphafi: 1165318

Annað

  • Innlit í dag: 30
  • Innlit sl. viku: 2056
  • Gestir í dag: 30
  • IP-tölur í dag: 29

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband