Leita í fréttum mbl.is

Björn Bjarnason talar okkar máli í Brussel

Björn Bjarnason fyrrverandi dómsmálaráðherra er í Brussel þessa dagana að kynna málstað andstæðinga aðildar Íslands að Evrópusambandinu. Í viðræðum Björn við embættismenn Evrópusambandsins kemur fram að veikt umboð ríkisstjórnarinnar til að semja við Evrópusambandið hamlar framgangi aðlögunarviðræðnanna, svo að nærri lætur að þær stöðvist. Alþingi hefur ekki veitt heimild til utanríkisráðherra að aðlaga Ísland laga- og regluverki Evrópusambandsins. En eina leiðin inn í sambandið er leið aðlögunar.

 Björn skrifar

Augljóst er að utanríkisráðherra Íslands hefur áhuga á að fundin sé leið til þess að hindra stöðvun viðræðna við Íslendinga vegna þess að þeir standist ekki aðlögunarkörfurnar. Í þessu augnamiði hafa viðræðunefndir Íslands og ESB komið sér saman um aðferðafræði sem dugar í senn til að friða þá innan ríkisstjórnar Íslands sem segjast andvígir aðlögun og gerir ESB kleift að segja að reglur þess séu ekki brotnar.

Eins og áður segir eru því takmörk sett hve langt er unnt að ganga í þessu efni af hálfu ESB. Takmörkin byggjast bæði á efnislegri hlið málsins en ekki síður á tímamörkum. Knýi Íslendingar á um að hraða viðræðunum þrengist svigrúmið til að krefjast ekki aðlögunar.

Þegar um þetta er rætt við sérfróða menn í Brussel er augljóst að þeir átta sig á því að hér eru menn á þunnum ís. Þá verður jafnframt sífellt skýrara eftir því sem lengra miðar í viðræðunum að í þessum efni ríkir ákveðin tvöfeldni sem samrýmist ekki kröfunum um gegnsæi.

Björn Bjarnason er trúverðugri fulltrú íslensku þjóðarinnar en sitjandi utanríkisráðherra. Þegar embættismenn í Brussel heyra um sterka andstöðu á Íslandi við inngöngu landsins í Evrópusambandið beint frá margreyndum stjórnmálamanni leggja þeir minni trúnað á samfylkingarspunann frá Össuri Skarphéðinssyni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 19
  • Sl. sólarhring: 289
  • Sl. viku: 2376
  • Frá upphafi: 1165293

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 2036
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband