Leita í fréttum mbl.is

Evran tapar stuðningi Delors

Hann er kallaður faðir Evrópusambandsins og ekki að ástæðulausu. Jacques Delors var forseti framkvæmdastjórnarinnar 1985-1995. Í hans valdatíð var Maastricht samningurinn saminn; EBE lagt niður og ESB stofnað,  innri markaðurinn varð til, fjórfrelsið, Schengen undirritaður og tólf-stjörnu fáninn tekinn upp, svo sumt af því helst sé nefnt. Og svo auðvitað evran.

 Gefur ESB falleinkunn

Delores varð fyrsti forseti framkvæmdastjórnar ESB, þegar það kom í stað gamla Efnahagsbandalagsins í nóvember 1993. Enginn hefur efast um stuðning Delors við „Evrópuverkefnið", en nú er hann sjálfur farinn að efast. Svo mjög að hann gefur stjórnendum ESB falleinkunn, segir þá skorta bæði ráð og framtak. Þeir ráða ekki við verkefnið. Hann vill bjarga ríkjum undan evrunni og segir Evruland standa á hengiflugi.

Frelsum ríki undan evrunni

Delores vill að samningum sé breytt þannig að ríki geti komist út úr myntsamstarfinu, losað sig við evruna og tekið aftur upp alvöru gjaldmiðil. Grikkir setja hugmyndir Delors í dramatískan búning, að þær gangi út á að reka ríki úr evrunni. Hugmyndir föður ESB eru um leið aðvörun til annarra jaðarríkja um að vaða ekki út í evrusvaðið.

Íslenskir kratar í eigin heimi

Á meðan halda íslenskir kratar áfram að telja sjálfum sér trú um dásemdir Sambandsríkisins ESB, eins og þeir séu ekki í neinu sambandi við umheiminn og veruleikann. Árni Páll lætur ekkert tækifæri ónotað til að tala niður krónuna og dásama evruna, sem nú ógnar efnahagslífi alls heimsins. Ótrúlegt!

(Tekið héðan.)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Apríl 2021
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 699
  • Frá upphafi: 995173

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 483
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband