Leita í fréttum mbl.is

Norðurlönd snúa baki við ESB og EES

Finnar eru að missa trúna á Evrópusambandinu. Stjórnmálaflokkurinn Sannir Finnar vann stórsigur í síðustu þingkosningum en flokkurinn er gagnrýninn á Evrópusambandið. Norðmenn, sem tvisvar hafa hafnað aðild að sambandinu, sendu frá sér skýrslu í gær þar sem samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið er veginn og léttvægur fundinn.

Á Íslandi hefur EES-samningurinn ekki verið umdeildur og í fæstum tilvikum er umræða um það þegar ákvæði frá ESB eru tekin upp í íslenskan rétt á grundvelli EES-samnings. Í Noregi, aftur á móti, er reglulega rætt um EES-samninginn, m.a. gáfu systursamtök Heimssýnar, Nei til EU,  út heila árbók um samninginn.

Norðmenn höfnuðu aðild að Evrópusambandinu í tvígang, 1972 og 1994. Í Noregi eru ESB-andstæðingar orðnir svo öflugir og fylgjendur svo veikir að Nei til EU hrjáir verkefnaskortur. Elítan í Verkamannaflokknum heldur verndarhendi yfir EES-samningnum. Við það verður samningurinn skotmark.

Í Noregi hafa andstæðingar aðildar landsins að Evrópusambandinu tekið höndum saman við aðildarsinna að hafa horn í síðu EES-samningsins. Hvor um sig aðilinn vill fá ólíka niðurstöðu úr endurskoðun EES-samingsins. Andstæðingar ESB-aðildar vilja tvíhliða samninga milli Noregis og Evrópusambandsins. Aðildarsinnar óska sér þess að Norðmenn ákveði að ganga í Evrópusambandið að EES-samningnum frágengnum.

Samtökin Prosjektet Alternativer til EØS (Valkostir við EES) skora utanríkisráðherra Noregs, Jonas Gahr Störe, á hólm í kappræður um valkosti við EES-samninginn. Hópurinn nýtur stuðnings tveggja ríkisstjórnarflokkanna, Miðflokksins og SV.

Andstaða Norðmanna við aðild að Evrópusambandinu er almenn og víðtæk. Um 80 prósent Norðmanna eru á móti aðild. Um helmingur Norðmanna vilja viðskiptasamninga við ESB í stað EES-samningsins.

Sjá nánar hér.


mbl.is Finnar styðji ekki ESB-sáttmálann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.1.): 68
  • Sl. sólarhring: 324
  • Sl. viku: 2003
  • Frá upphafi: 1184410

Annað

  • Innlit í dag: 61
  • Innlit sl. viku: 1724
  • Gestir í dag: 61
  • IP-tölur í dag: 57

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband