Leita í fréttum mbl.is

ESB bjargar bönkum en ekki þjóðum

Írar eru með ónýtt bankakerfi sem ætti að fara á hausinn. En vegna þess að Írar eru í Evrópusambandinu og með evru í þokkabót eru þeir bundnir á klafa. Paul de Grauwe einn fremsti sérfræðingur heims í evrumálum segir það skýrt og skorinort: Evrópusambandið bjargar bönkum en ekki þjóðum.

Í stað þess að lána ríkissjóðum beint valdi Evrópusambandið að opna sjóði sína fyrir þýskum og frönskum bönkum sem stóðu höllum fæti gagnvart ofurskuldugum þjóðum, einkum í Suður-Evrópu.

Bankabjörgunarleiðangur ESB er senn kominn á leiðarenda. Þýski seðlabankinn, sem er hryggstykkið í Evrópska seðlabankanum, er orðinn svo skuldugur að hann getur ekki lengur stuðlað að jafnvægi í fjármálakerfi evru-svæðisins. Áhættan á áhlaupi á evruna vex og ekki sér fyrir endann á skuldakreppunni.

Og auðvitað ætla íslensk stjórnvöld að flytja þjóðarhagsmuni okkar inn í ónýtt evruland.


mbl.is Samanburður við Ísland nú af hinu góða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 41
  • Sl. sólarhring: 42
  • Sl. viku: 936
  • Frá upphafi: 1118824

Annað

  • Innlit í dag: 35
  • Innlit sl. viku: 836
  • Gestir í dag: 33
  • IP-tölur í dag: 33

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband