Leita í fréttum mbl.is

ESB betlar í Kína - Ísland dregur brátt ESB-umsókn tilbaka

Leiðtogi öflugasta ríkis Evrópusambandsins, Angela Merkel kanslari Þýskalands, er í betliferð til Kína vegna þess að skuldakreppan hefur gert evruland fátækari en það var. Skötuhjúin við stjórnvöli á minnsta ríkinu sem íhugað hefur aðild að Evrópusambandinu virðast loksins skilja að fyrir sæmilega stöndugt ríki er ekkert í boði í Brussel.

Jóhanna Sig. forsætisráðherra og Steingrímur J. allsherjarráðherra skrifuðu grein í tilefni af þriggja ára afmæli ríkisstjórnarinnar. Þau vekja athygli á því að hagvöxtur verður hér tvöfalt til þrefalt meiri en í Evrópusambandinu. 

Hagvöxtur reynist meiri en spáð var, líklega 3,5 til 4 prósent á síðasta ári. Hann gæti hæglega orðið 2,5 til 3 prósent á þessu ári en til samanburðar er því spáð að hann verði 1,5 prósent að jafnaði innan Evrópusambandsins.

Í framhaldi gera skötuhjúin grein fyrir umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu með þessum orðum

Samkvæmt ákvörðun meirihluta Alþingis er nú verið að kanna til fullnustu kosti og galla aðildar.

Það er ekki lengur ríkisstjórnarmál að Ísland verði aðili að Evrópusambandinu og í raun er tæplega um umsókn að ræða, segja þau Jóhanna og Steingrímur, heldur er Alþingi að kanna málið. Steingrímur J. er nýkominn frá Brussel að kanna undirtektir og niðurstaða hans er að umsóknin sé dauð - en það má bara ekki segja það upphátt strax.

 


mbl.is Meira kínverskt fé fyrir ESB?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.5.): 150
  • Sl. sólarhring: 336
  • Sl. viku: 2221
  • Frá upphafi: 1219917

Annað

  • Innlit í dag: 145
  • Innlit sl. viku: 2021
  • Gestir í dag: 141
  • IP-tölur í dag: 139

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband