Leita í fréttum mbl.is

Björn Bjarna: rangfærslur Þorgerðar Katrínar

ESB-sinninn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir þingmaður rangfærir landsfundarsamþykkt Sjálfstæðisflokksins þegar hún segir tillögu sína um að kjósa um framhald aðildarviðræðna við ESB í næstu þingkosningum.

Björn Bjarnason fyrrverandi dómsmálaráðherra ræðir tillögu Þorgerðar Katrínar á Evrópuvaktinni

Landsfundur í nóvember 2011 samþykkti að gert yrði hlé á ESB-viðræðunum og þær yrðu ekki hafnar að nýju fyrr en að lokinni þjóðaratkvæðagreiðslu. Þorgerður Katrín þarf að rangfæra landsfundarályktun sjálfstæðismanna til að réttlæta tillögu sína. Hún er alls ekki í „ágætu samræmi“ við vilja landsfundarins. Að óbreyttu verður þessi tillaga aldrei flutt í nafni Sjálfstæðisflokksins. Hún á ekki heldur neitt erindi í tengslum við þingkosningar þegar mestu skiptir að kjósa fólk á alþingi sem segir afdráttarlaust hvort það vilji aðild að ESB eða ekki.

ESB-sinninn Þorgerður Katrín reynir að kaupa sér pólitískt framhaldslíf með því að vísa ábyrgð á ESB-umsókn í þjóðaratkvæði. Þorgerði Katrínu væri nær að fylgja eftir samþykkt landsfundar Sjálfstæðisflokksins og leggja áherslu á að hlé verði gert á viðræðum við Evrópusambandið.


mbl.is Vill kjósa um ESB í þingkosningum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.1.): 32
  • Sl. sólarhring: 265
  • Sl. viku: 1810
  • Frá upphafi: 1183013

Annað

  • Innlit í dag: 29
  • Innlit sl. viku: 1591
  • Gestir í dag: 28
  • IP-tölur í dag: 27

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband