Leita í fréttum mbl.is

ESB myndi reikna niður lífskjör Íslendinga

Lífskjör á Íslandi eru betri en að meðaltali  í Evrópusambandinu. Yrðu Íslendingar aðilar að ESB myndi aðildin hægt en örugglega draga lífskjör okkar niður í meðtalið. Evrópusambandið jafnar niður á við, eins og Styrmir Gunnarsson útskýrir á Evrópuvaktinni þegar hann ræðir stöðu frænda okkar Íra.

Nú er afborgun framundan í lok marz og Írar velta því fyrir sér hvort þeir eigi að borga. Félagsmálaráðherra Írlands Joan Burton hefur viljað tengja saman afgreiðslu þessa máls og þjóðaratkvæðagreiðslu um ríkisfjármálasamninginn. Hún vill að Írar samþykki hann ekki nema komið verði til móts við þá vegna bankaskuldanna.

Svör Seðlabanka Evrópu eru athyglisverð. Sá banki segir við Íra: Þið hafið svigrúm til að borga. Hvernig spyrja Írar. Þá segir Seðlabanki Evrópu:

Þið getið lækkað laun opinberra starfsmanna og dregið úr greiðslum velferðarkerfisins. Hvoru tveggja er hærra en á Spáni, í Slóveníu og í Slóvakíu en þessi þrjú ríki eru í hópi þeirra, sem hafa lagt fram peninga til að draga ykkur að landi.

Svona gerast kaupin á eyrinni innan Evrópusambandsins. Þessi veruleiki fæst ekki ræddur á Íslandi, hvorki á Alþingi né annars staðar. Það er eins og þessi veruleiki sé ekki til í hugum þeirra sem vilja að Ísland gangi í Evrópusambandið.

Innganga í Evrópusambandið fæli í sér niðurfærslu á lífskjörum Íslendinga. Er ekki kominn tími til að horfast í augu við staðreyndirnar og afturkalla umsóknina?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.11.): 29
  • Sl. sólarhring: 446
  • Sl. viku: 1784
  • Frá upphafi: 1162236

Annað

  • Innlit í dag: 25
  • Innlit sl. viku: 1597
  • Gestir í dag: 25
  • IP-tölur í dag: 25

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband