Leita í fréttum mbl.is

Jón Ormur: tveir kostir í evru-kreppu

Fjárlagasáttmáli ESB er gerður til að setja plástur á opið evru-sár og mun ekki endast lengi. Írski stjórnmálaskýrandinn og hagfræðingurinn David MacWilliams hvetur landa sína til að hafna sáttmálanum enda aðeins framlenging á hengingarsnörunni og gera illt verra.

Jón Ormur Halldórsson skrifar grein í Fréttablaðið í dag þar sem hann stillir upp tveim meginkostum sem Evrópusambandið stendur frammi fyrir. Gefum Jóni Ormi orðið

Um tvær leiðir er að velja. Önnur er sú að gefast upp á evrunni. Þótt þokkalega gengi að leysa urmul af tæknilegum og lagalegum hnútum yrði þetta án nokkurs vafa svo dýrt að heimskreppa hlytist af. Hún yrði ekki endilega langvarandi á heimsvísu en Evrópa yrði aldrei aftur stærsta efnahagssvæði jarðar. Efnalegt öryggisleysi í álfunni myndi líka án efa breyta henni í verri stað. Með því yrði heimurinn grárri og fátækari. Hin leiðin er að dýpka samrunann í Evrópu og tengja lönd evrusvæðisins svo sterkt saman að ekki verði aftur snúið. Þetta er tiltölulega einfalt tæknilega, svona miðað við annað, en afar erfitt pólitískt. Þetta krefst víðtæks og almenns trausts á milli landa. Það er einmitt það sem hefur þorrið í Evrópu að undanförnu.

Jón Ormur endurrómar sjónarmið alþjóðlegra álitsgjafa: annað tveggja gerist að evru-samstarfið leggst af eða hitt að Stór-Evrópa verði til og þjóðríkin valdalaus héröð í nýja ríkinu.

Í hvorugu tilfellinu ætti Ísland að koma nálægt Evrópusambandinu. Afturköllum ESB-umsóknina strax.

 


mbl.is Kosið um fjárlagasáttmála á Írlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.1.): 317
  • Sl. sólarhring: 471
  • Sl. viku: 2398
  • Frá upphafi: 1188534

Annað

  • Innlit í dag: 278
  • Innlit sl. viku: 2174
  • Gestir í dag: 264
  • IP-tölur í dag: 261

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband