Föstudagur, 10. ágúst 2012
Seigtrúa ESB-sinnar
Það er sérstakt að fylgjast með málflutningi þeirra sem enn aðhyllast þá skoðun að rétt sé að Íslendingar gerist aðilar að Evrópusambandinu. Það er eins og þetta fólk, sem virðist annars alveg þokkalega vel upplýst, hafi ekkert lært af þeim hremmingum sem evrusvæðið hefur gengið í gegnum á síðustu árum. Það lætur sem það hafi engu breytt og að allt verði eins og það var áður en evru-kreppan hélt innreið sína.
Það mátti sjá nýlega um það umræðu á vef Evrópusamtakanna þar sem því er haldið fram að það sé heppilegra fyrir neytendur á Íslandi að ganga í Evrópusambandið. Það verður ekki annað skilið af framsetningu af þessu tagi en að ESB-aðildarsinnarnir telji að eðlilegt sé að flokka hagsmuni fólks eftir því
hvort það séu neytendur, launþegar, atvinnulausir eða eitthvað annað. Enginn kemst af án neyslu og því er öll þjóðin neytendur í einhverjum skilningi. Getur verið að ESB-sinnar séu að segja að það sé aðeins hagstæðara fyrir þjóðina að vera hluti af ESB, þ.e. þegar hún er neytandi að þeim tveimur tegundum
neysluflokka sem nefndir eru, þ.e. húsnæði og matvæli (auk neytendaverndar)? Það getur verið ágætt að greina hagsmuni með þessum hætti, en þá verða menn líka að reyna að klára heildardæmið og taka með í reikninginn aðra þætti eins og mögulega atvinnuþróun, sbr. ástandið á evrusvæðinu í þeim efnum.
Málflutningur ESB-sinnanna að þessu leyti er ófullburða. Þeir segja að við aðild að ESB myndu vextir lækka. Þeir sögðu reyndar að við umsókn að ESB myndu vextir lækka, en það er ekkert samhengi á milli vaxtaþróunar og umsóknar um aðild, enda hefur slíkt tal ESB-sinnanna algjörlega þagnað. Þeir virðast heldur ekki gera neinn greinarmun á ESB-aðild og því að taka upp evruna hvað þetta varðar. Ekki að ég teljið það skipta neinu máli úr því sem komið er en við eðlilegar aðstæður eins og voru kannski fyrir evru-kreppuna - hefði slíkt getað skipt máli.
Þetta vaxtatal Evrópusambandsfólksins er trú sem byggð er á sandi eftir þær hremmingar sem evrulöndin hafa gengið í gegnum. Þetta fólk lítur algjörlega framhjá því hvaða þýðingu evrukreppan hefur haft fyrir vaxtaþróun á svæðinu og horfur á fjármagnsmörkuðum í framtíðinni. Vextir hafa farið í hæstu hæðir og vaxtaálög benda til þess að lánveitendur hafi ekki trú á stórum hluta ríkja evrusvæðisins sem stendur jafnvel á meðan þau eru hluti af evrusvæðinu. Forkólfar evrunnar eins og Otmar Issing virðast í raun draga sömu ályktun.
Þegar meta á áhrif aðildar verður að horfa vítt á málin. Varla getur það talist hagstætt fyrir þjóðir þegar vextir hafa rokið upp um leið og fjármagn er af skornum skammti og atvinna í lágmarki. Fyrir vikið hafa ríkissjóðir mun minni tekjur en áður og þeir eiga erfiðara að fá lán til að láta enda ná saman. En ESB-sinnar líta bara framhjá þessu og halda að heimurinn verði fjármálaleg paradís líkt og á uppgangsárunum eftir síðustu aldamót bara ef Íslendingar sækja um aðild að ESB. Framsetning af þessu tagi er ekki einungis flónska. Hún er óheiðarleg.
Það er heldur ekki úr vegi að minna þetta fólk á að það eru aðallega þættir á borð við framboð af fjármagni og eftirspurn eftir því sem ráða vöxtum. Þá hefur það sýnt sig að jafnvel innan evrusvæðisins hafa vextir þróast með mjög mismunandi hætti og vextir á lánum til almennra neytenda hafa verið mjög mismunandi í hinum ýmsu löndum og svæðum þótt millibankavextir séu hinir sömu.
Portúgalskur bóndi fer ekki til Þýskalands til þess að taka lán hann fer í sinn héraðsbanka. Og við vitum jú hvernig vextir hafa þróast í Portúgal, á Spáni og víðar. Hvorki í Portúgal né á Íslandi verða aðstæður eins og í
Dusseldorf aðeins við það að gengið sé í ESB. Lönd og héruð hafa haft sína sérstöðu, jafnvel innan ESB á sæmilega skikkanlegum tímum fyrir kreppuna. En það sem hrjáir Spánverja, Íra, Ítala og fleiri er fyrst og fremst sú dauðatreyja sem evran hefur sett þau í. Án hennar hefði skuldastaða þessara ríkja án efa verið mun betri og vextir lægri. Saga þessara þjóða síðustu árin ætti að vera okkur Íslendingum víti til að varast. Það er aðeins í augum íslenskra ESB-sinna sem harmsaga þessara þjóða er aðeins undantekningin sem
sannar tilvist evrusæluríkisins. - SJS
Nýjustu færslur
- Gullmolar á nýju ári
- Nýtt ár
- Ormagryfjan djúpa
- Hve stór er Evrópa?
- Passaðu þrýstinginn maður!
- Orkumálaráðherra Svíþjóðar er bláreið við Þjóðverja
- Ekki af baki dottnir
- Uppskrift að eitri allra tíma
- Jólakveðja
- Friðarganga og Evrópusamband
- Nokkur hundruð milljarðar út um gluggann
- Við bíðum enn, Þorsteinn
- Skyggnigáfa Össurar?
- Villugjarnt á Kögunarhóli
- Tollabandalag eða tollfrelsi á grundvelli fríverslunarsamninga
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.1.): 21
- Sl. sólarhring: 480
- Sl. viku: 2272
- Frá upphafi: 1180071
Annað
- Innlit í dag: 21
- Innlit sl. viku: 2057
- Gestir í dag: 21
- IP-tölur í dag: 21
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.