Leita í fréttum mbl.is

Erna og 16-júlí rök Svandísar

Erna Bjarnadóttir hagfræðingur skrifar hörkugrein í Morgunblaðið í dag um þær veiku stoðir sem ESB-umsókn Íslands hvílir á. Hún rifjar m.a. upp ,,rökstuðning" þingmanna VG 16. júlí 2009 þegar þeir greiddu atkvæði með þingsályktunartillögu Össurar utanríkis að sækja um aðild. Erna tilfærir orð Svandísar umhverfisráðherra Svarsdóttur. Gefum Ernu orðið

En á hverju er svo sem von þegar atkvæði greidd þingsályktun um að sækja um aðild að ESB voru rökstudd eins og t.d. Svandís Svavarsdóttir gerði þann 16. júlí 2009.

»Frú forseti. Ég hef þá sannfæringu að Íslandi sé betur borgið utan Evrópusambandsins en innan þess. Ég hef þá sannfæringu að bandalagið sé á krossgötum eins og heimurinn allur og þurfi á endurmati að halda. Þar þurfi að efast um mælikvarða, grundvöll og forsendur þess samfélags sem við höfum byggt á Vesturlöndum undanfarinna áratuga. Ég hef þá sannfæringu að lýðræðið sé fyrir borð borið í Evrópusambandinu vegna þess að valdið er of langt frá fólkinu. Ég hef þá sannfæringu að markmið Evrópusambandsins sé að verða stórt og sterkt og hugsanlega sjálfstæður gerandi í stríði á forsendum valdbeitingar og yfirgangs eins og um hernaðarbandalag væri að ræða.

Ég hef þá sannfæringu að Evrópusambandið snúist um forréttindi Vesturlanda umfram fátækustu ríki heims og það orki tvímælis að keppast við að koma okkur í slíkan félagsskap nú þegar fátæktin í heiminum verður sífellt alvarlegri og leiðrétting á misskiptingunni sífellt meira aðkallandi.

Ég hef þá sannfæringu að Evrópusambandið snúist um hagsmuni á forsendum 20. aldarinnar en ekki þeirrar 21. Ég hef líka sannfæringu fyrir því að það séu breyttir tímar á Íslandi. Ég hef þá sannfæringu að í svo stóru máli eigi almenningur allur milliliðalaust (Forseti hringir.) að fá aðkomu að aðildarsamningi Íslands og Evrópusambandsins og segi já.«

Erna spyr réttilega hvort ESB-umsóknin geti hvílt á jafn veikum stoðum og þessu. Erna telur að það hafi ekki verið yfirvegað mat á langtímahagsmunum Íslendinga sem réð því að ESB-umsóknin var send til  Brussel heldur skammtímahagsmunir í innanlandsstjórnmálum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.11.): 391
  • Sl. sólarhring: 446
  • Sl. viku: 1974
  • Frá upphafi: 1162143

Annað

  • Innlit í dag: 355
  • Innlit sl. viku: 1770
  • Gestir í dag: 328
  • IP-tölur í dag: 328

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband