Leita í fréttum mbl.is

Endimörk stjórnmálanna á evru-svæðinu

Þýskir kjósendur geta ekki náð í skottið á spænskum stjórnmálamönnum sem sólunda þýsku skattfé. Aftur á móti geta þeir hafnað þýskum stjórnmálamönnum sem afhenda Spánverjum óútfylltan tékka með opinni heimild á þýskt skattfé.

Kosningar verða í Þýskalandi á næsta ári. Evru-kreppan verður líklega eitt mesta álitamálið í kosningabaráttunni. Stefna þýskra stjórnvalda hingað til er að veita fé til bjargar skuldugum evru-ríkjum gegn því að viðkomandi ríki taki til í ríkisfjármálum sínum.

Suður-Evrópa glímir við vítahring niðurskurðar og samdráttar. Niðurskurðurinn eykur samdrátt efnahagskerfisins sem aftur kallar á meiri niðurskurð.

George Soros fjármálavitringur segir núverandi stefnu gagnvart Suður-Evrópu ávísun á efnahagslega stöðnun í álfunni næstu fimm til tíu árin.

Til að breyta stöðu mála, segir Soros, þarf Þýskaland að kannast við ábyrgð sína og taka forystu við endurreisn Suður-Evrópu. En það gerist ekki nema með stórauknu miðstýringarvaldi. Og ætli Pedro og Giuseppe finnist sniðugt að sá þýski Wolfgang stýri öllu því sem máli skiptir í ríkisfjármálum Spánverja og Ítala. Varla.

Hér er kominn kjarni málsins: evran þvingar fram endimörk stjórnmálanna. Og það eru einmitt þau sömu stjórnmál og halda Evrópusambandinu gangandi. Þegar stjórnmál koma að endimörkum sínum þá hætta þau að virka.


mbl.is Schäuble varar skuldsett evruríki við
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.11.): 25
  • Sl. sólarhring: 122
  • Sl. viku: 1608
  • Frá upphafi: 1161777

Annað

  • Innlit í dag: 23
  • Innlit sl. viku: 1438
  • Gestir í dag: 23
  • IP-tölur í dag: 23

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband