Leita í fréttum mbl.is

Evran útilokar ESB-aðild Íslands

Evru-kreppan sem 17 af 27 ríkjum Evrópusambandsins glíma við mun ekki leysast á fáum árum, eins og Össur Skarphéðinsson virðist halda. Í erlendri umræðu er gert ráð fyrir að togstreitan milli ríku þjóðanna í norðri og þeirra fátæku í suðri muni halda evrunni í spennitreyju um mörg ókomin ár.

Allir læsir á erlenda umræðu sjá að í meginatriðum getur evru-kreppan farið á tvo vegu. Í fyrsta lagi að evru-ríkjunum takist að smíða ríkisvald í kringum gjaldmiðilinn sem fæli í sér miðstýrða fjárlagagerð og greiðslujöfnun milli norðurs og suðurs. Í öðru lagi að evru-samstarfið liðist í sundur, ýmist alfarið og evran falli út sem gjaldmiðill, eða að þeim fækki sem nota evruna.

Á meðan evru-ríkin 17 glíma við gjaldmiðilinn munu þau tíu sem eru í Evrópusambandinu, en deila ekki sameiginlegum gjaldmiðli, endurskoða samstarfið við evru-ríkin. Engar líkur eru á því að Bretland, Danmörk, Svíþjóð og Pólland taki upp evru í fyrirsjánlegri framtíð, - eða næstu fimm til tíu árin.

Aðildarsinnar og andstæðingar aðildar Íslands að Evrópusambandinu virðast samstíga í að draga þá niðurstöðu að valið á milli gjaldmiðla á Íslandi er króna eða evra. Á bakvið þessa niðurstöðu liggur sannfæring í báðum herbúðum að nýr gjaldmiðill sé meginröksemd fyrir aðild Íslands að Evrópusambandinu. Þegar það liggur fyrir að evran verður í uppnámi næstu árin og Evrópusambandið sömuleiðis er einboðið að gera hlé á viðræðum við Evrópusambandið um aðild Íslands.

(Tekið héðan)


mbl.is Illugi vill gera hlé á ESB-viðræðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 177
  • Sl. sólarhring: 289
  • Sl. viku: 1940
  • Frá upphafi: 1186547

Annað

  • Innlit í dag: 150
  • Innlit sl. viku: 1695
  • Gestir í dag: 140
  • IP-tölur í dag: 140

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband