Laugardagur, 6. október 2012
Minnimáttarkennd ESB-sinna
ESB-sinnar á Íslandi, til dæmis Þorsteinn Pálsson, boða þá stefnu að Íslandi eigi að ganga inn í Evrópusambandið til að ná tökum á efnahagsmálum sínum. En það er einmitt inn í Evrópusambandinu sem þjóðir eins og Írar, Portúgalir, Grikkir og Spánverjar hafa misst tökin á sínum efnahagsmálum.
Þær þjóðir sem standa utan kjarnasamstarfs ESB, þ.e. evrunni, standa mun betur efnahagslega heldur en evruþjóðirnar. Bretar, Danir, Svíar og Pólverjar eru ekki með evru og verða ekki með þann gjaldmiðil í fyrirsjáanlegri framtíð þar sem enginn áhugi er fyrir efnahagslegu sjálfsmorði í þessum ríkjum. En hér heima klifa ESB-sinnar á því að aðild að sambandinu og upptaka evru sé lausn á öllum efnahagsvvanda Íslands.
Evru-ríkin 17 róa lífróður til að bjarga evrunni. Fáir veðja á að takist að halda gjaldmiðlasamstarfinu áfram með öllum ríkjunum 17 og eru Grikkir og Portúgalir líklegastir til að yfirgefa samstarfið. En jafnvel þótt það takist að halda samstarfinu áfram með öllum innanborðs mun eftir standa gerbreytt Evrópusamband.
Þær tíu þjóðir sem eru í Evrópusambandinu en ekki með evru munu ekki taka þátt í tilraun með sameiginleg fjárlög evru-ríkjanna. Verði slíkri tilraun hrint af stokkunum munu evru-þjóðirnar afsala sér efnahagslegu fullveldi til Brussel. Mörg ár, ef ekki áratugir, munu líða þangað til kveðið verður upp úr um það hvort tilraunin hafi heppnast eða ekki.
Evru-ríkin 17 verða sérstakt Evrópusamband með sameiginleg fjárlög og sameiginlegar eftirlitsstofnanir og sameiginlega stefnu í helstu málum samfélagsins. Þau tíu ESB-ríki sem standa utan evrunnar verða í sömu stöðu og Ísland og Noregur eru í dag gagnvart Evrópusambandinu. Samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið eða viðlíka samningur mun mynda ramma um samband evrópuþjóða sem ekki eru í evru-samstarfi.
ESB-sinnar á Íslandi láta eins og Evrópusambandið sé óbreytt frá 2009, þegar umsókn Íslands var lögð fram. Allir sem nenna að fylgjast með stjórnmálaumræðunni í Evrópu vita að svo er ekki: Evrópusambandið er í reynd tvískipt í dag þar sem leiðtogar evru-ríkjanna funda reglulega án þess að bjóða hinum sem ekki búa við evru. Og það verður ekki snúið tilbaka.
Af því leiðir er aðeins tímaspurning hvort verður á undan, að evran splundrist eða að formlegur klofningur verði í Evrópusambandinu á milli evru-ríkjanna 17 og hinna tíu sem ekki búa við evru.
Íslenskri ESB-sinnar reyna að telja þjóðinni trú um að Íslendingar eigi meira sameiginlegt með Þjóðverjum, Frökkum, Spánverjum og Ítölum en Bretum, Dönum og Svíum - að ekki sé talað um Norðmenn - og að við eigum þess vegna að halda umsókninni um ESB-aðild til streitu.
Málflutningur ESB-sinna byggir ekki á neinni greiningu á ástandinu í Evrópu, aðeins væli um að Íslendingar geti ekki bjargað sér sjálfir. Vanmetakenndin blindar ESB-sinnum sýn á það sem blasir við öllum öðrum: Ísland með fullveldi og eigin gjaldmiðli er á leiðinni úr kreppu, sem var skammvinn, en Evrópusambandið er í langvinnri pólitískri og efnahagslegri kreppu sem ekki sér fyrir endann á.
![]() |
Vill kjósa um framtíð Breta í ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nýjustu færslur
- Bara á Íslandi - og auglýsing um fund
- Er þetta eitt stórt A-Þýskaland í öðru veldi?
- Skondin mótsögn
- Það vill þetta enginn
- Blessaður orkupakkinn sem gaf okkur ódýrt rafmagn
- Það slapp í þetta sinn
- Dagur öryggis
- Sigurbjörn sprengir
- Meginmálið 1. maí
- Sundlaug smjörs og sykurs
- Dularfull uppgufun peninga
- Fimm ný tromp, sem hvert um sig dugir
- Jæja, Halla
- Bjartar miðaldir framtíðarlandsins
- Einn snýst í hringi, aðrir sigla áfram
Eldri færslur
- Maí 2025
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.5.): 237
- Sl. sólarhring: 278
- Sl. viku: 1921
- Frá upphafi: 1220911
Annað
- Innlit í dag: 208
- Innlit sl. viku: 1750
- Gestir í dag: 201
- IP-tölur í dag: 199
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.