Leita í fréttum mbl.is

Landsbyggðin slátrar ESB-aðild, 72% á móti

Um 72 prósent kjósenda á landsbyggðinni er á móti aðild Íslands að Evrópusambandinu, samkvæmt skoðanakönnun sem Gallup gerði fyrir Heimssýn og fyrst var sagt frá í gær.

Spurningin var ,,Ertu hlunnt(ur) eða andvíg(ur) aðild Íslands að Evrópusambandinu?” 

Landsbyggðin er staðföst í andstöðu sinni, um 35% segjast að öllu leyti andvíg, 19% eru mjög andvíg og frekar andvíg eru 18%. Um 14% landsbyggðarkjósenda eru hlutlaus til málsins en aðeins 14 prósent eru hlynnt aðild.

ESB-sinnar eru hlutfallslega sterkastir í Reykjavík, þótt þeir séu þar í minnihluta. Um 41 kjósenda í Reykjavík eru hlynntir aðild en 46 prósent eru andvígir.

Um leið og komið er út fyrir Reykjavík fellur fylgið við aðild. Í nágrannasveitarfélögum höfuðborgarinnar mælist fylgið við aðild 28 prósent en andstaðan mælist 56 prósent.

Andstaðan við aðild mælist alltaf staðfastari en stuðningur við aðild. Andstæðingar aðildar velja mun oftar kostinn ,,alfarið andvígur” en aðildarsinnar ,,alfarið fylgjandi.”


mbl.is Meirihluti á móti í meira en þrjú ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 331
  • Sl. sólarhring: 399
  • Sl. viku: 2764
  • Frá upphafi: 1176455

Annað

  • Innlit í dag: 298
  • Innlit sl. viku: 2503
  • Gestir í dag: 289
  • IP-tölur í dag: 278

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband