Leita í fréttum mbl.is

ESB-sinnar nota Icesave-áróður

Áróður vinstriflokkanna og ESB-sinna í Icesave-málinu voru þau að ef Íslendingar samþykktu ekki að greiða Bretum og Hollendingum skuldir einkabanka þá myndi Ísland verða dæmt í efnahagslega steinöld, - verða Kúba norðursins. Núna, þegar fyrir liggur að meirihluti þjóðarinnar vill hætta aðildarviðræðum við Evrópusambandið, grípa ESB-sinnar til Icesave-áróðursins á ný.

ESB-sinnar segja EES-samninginn í hættu og í reynd sé eini möguleiki þjóðarinnar, ef ekki á verulegu illa að fara, að ganga í Evrópusambandið.

Í heilsíðuauglýsingu ESB-sinna  í Fréttablaðinu í dag segir eftirfarandi: ,,óbreytt staða er óhugsandi og endurskoðun samningsins um Evrópska efnahagssvæðið er óhjákvæmileg."

Áróður ESB-sinna um að Ísland sé á leið í efnahagslega ruslakörfu, ef við göngum ekki í ESB, er hjárænulegur svo ekki sé meira sagt. Evrópusambandið logar stafnanna á milli vegna evru-kreppunnar. Engum óbrjáluðum dettur í hug að sækja um aðild að sambandi sem er við það að liðast í sundur. -pv


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.11.): 18
  • Sl. sólarhring: 453
  • Sl. viku: 1773
  • Frá upphafi: 1162225

Annað

  • Innlit í dag: 15
  • Innlit sl. viku: 1587
  • Gestir í dag: 15
  • IP-tölur í dag: 15

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband