Leita í fréttum mbl.is

Einstaklega vitlaus umræða?

Einn af handhöfum sannleikans um ágæti ESB hér á landi, Eiríkur Bergmann Einarsson, forstöðumaður Evrópufræðaseturs Háskólans á Bifröst, segir að umræðan um ESB á Íslandi sé einstaklega vitlaus og hafi ekki mikla snertifleti við staðreyndir, eftir því sem DV hefur eftir honum.

Heimur versnandi fer. Þetta er langtum verri umsögn en Eiríkur og skoðanasystkin hans gáfu áður en umræðan um ESB hófst fyrir alvöru hér á landi. Sjálfur vildi Eiríkur bæta úr með því að gefa út heila bók fyrir um tíu árum á vegum Samfylkingarinnar um ágæti ESB. Á síðustu árum hefur upplýsingaflæðið um ESB margfaldast. Við höfum Eirík og Evrópufræðasetur hans á Bifröst sem dælir reglulega út upplýsingum, við höfum Alþjóðaskrifstofu Háskóla Íslands og Baldur Þórhallsson, sérstakan ESB-prófessor hér á landi sem kynna ýmislegt er ESB varðar, við höfum sérstaka Evrópustofu sem hefur hundruð milljóna króna til ráðstöfunar í kynningarmál, við höfum sendiráð ESB hér á landi, við höfum stærstu fjölmiðla landsins sem fjalla sérstaklega um ESB-mál og koma upplýsingum um þau fyrir með aðgengilegum hætti, við höfum Evrópusamtökin sem kynna sinn málstað og síðast en ekki síst – við höfum vef Heimssýnar.

Að auki þá hafa hundruð eða þúsundir námsmanna og starfsmanna af ýmsu tagi farið í sérstakar lærdómsferðir til Brussel til að kynna sér ágæti ESB.

Samt er umræðan fyrir neðan allar hellur að mati Eiríks. Umræðan virðist aldrei ná því máli að verða Eiríki þóknanleg. Þvert á móti virðist heldur syrta í álinn.

Það eru ógrynni upplýsinga sem birt hafa verið. Ekki er ljóst hvar Eiríki finnst að upp á vanti þrátt fyrir allt upplýsingastreymið. Nú er það svo að það eru skiptar skoðanir um þennan mikilvæga málaflokk. Er kannski málið að fyrst almenningur tekur almennt ekki undir skoðanir Eiríks þá sé umræðan hér alveg einstaklega vitlaus og án snertingar við staðreyndir? Kannski er það bara framsetning Eiríks sem er alveg einstaklega vitlaus.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 143
  • Sl. viku: 906
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 808
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband