Leita í fréttum mbl.is

Krónan bjargaði íslensku launafólki frá evrópsku atvinnuleysi

Ef við hefðum verið með evru en ekki krónu síðasta áratuginn hefði ástandið hér á landi verið mun verra en í Grikklandi. Þetta kom fram í máli Þórarins G. Péturssonar aðalhagfræðings Seðlabanka Íslands í viðtali við Sigurjón Egilsson í umræðuþættinum Á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun.

Fullyrðingar ESB- og evrusinna um að ef við hefðum verið með evruna fyrir hrun væri hér gósentíð eru því algjörlega út í bláinn.

Reyndar heyrast þessar fullyrðingar ESB-sinna sjaldnar nú en fyrir fáeinum árum, enda eru margir þeirra sjálfsagt farnir að átta sig á þeim staðreyndum sem aðalhagfræðingur Seðlabankans kynnti í viðtalinu.

Rök hagfræðingsins eru þau að nafnlaun hafi hækkað hér á landi meira en framleiðni og að launakostnaður á framleidda einingu í krónum talið hafi meðal annars fyrir vikið hækkað hlutfallslega meira en þessi kostnaður í nágrannalöndunum. Þetta hefur leitt af sér verðbólgu og ef gengið hefði ekki aðlagast hefði þetta haft í för með sér fjöldagjaldþrot og stórfellt atvinnuleysi, í meira mæli en í Grikklandi, miðað við orð hagfræðingsins, samanber grein hans á visir.is um málið.

Hér skal ekki að sinni lagt mat á fyrirkomulag kjarasamninga hér á landi eða aðkomu stjórnvalda að kjarasamningum.

Niðurstaðan er hins vegar alveg ótvírætt sú að krónan hefur á síðustu árum komið í veg fyrir stórfellt atvinnuleysi. Að minnsta kosti hefði ástandið verið skelfilegt ef við hefðum verið með evru.

Það er rétt að launþegahreyfingin átti sig á þessu. Góð atvinna er og hefur jú verið ein af meginkröfum launþega. 

Eins og myndin sýnir hefur atvinnuleysi ungs fólks í Evrópu aukist gífurlega á undanförnum árum og er nálægt 50% fyrir fólk á vinnumarkaði sem er 25 ára og yngra á Spáni og í Grikklandi.

Atvinnuleysi ungs fólks í Evrópu hefur aukist gífurlega 


mbl.is Grísk gyðja á 5 evra seðlinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 128
  • Frá upphafi: 1121192

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 110
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband