Leita í fréttum mbl.is

Árni Páll sagði tvívegis ósatt í kvöld og móðgaði auk þess meirihluta þjóðarinnar

gosiÁrni Páll Árnason þingmaður fer oft fram úr sjálfum sér í ákafa sínum við að rökstyðja eigin málstað og þá virðist munur á réttu og röngu stundum vera aukaatriði hjá þingmanninum. Dæmi um þetta sást í Kastljósþættinum í kvöld.

Tvennt sem Árni sagði kemur ekki heim og saman við raunveruleikann.

Í fyrsta lagi hélt hann því fram að fólk væri að flýja landið út af gjaldmiðlamálunum. Hið rétta er samkvæmt nýjustu tölum Hagstofunnar að fleiri flytjast til landsins en frá því.

Í öðru lagi hélt hann því fram að Íslendingar hefðu ekki fengið laun í nothæfum gjaldmiðli í 100 ár. Þetta er náttúrulega algjör firra. Fólk hefur fengið greitt fyrir vinnu sína í gjaldmiðli sem verið hefur lögeyrir og nothæfur í allar greiðslur, auk þess sem gjaldmiðillinn hefur gegnt öllum hefðbundnum hlutverkum sem mælieining, greiðslumiðill og geymslumiðill.

Það er svo rétt að ítreka að á þeim tíma sem íslensk króna hefur verið notuð á Íslandi hefur þjóðin farið úr því að vera ein sú fátækasta í Evrópu í það að vera ein sú ríkasta.     

Það er svo mál Árna, en segir kannski sína sögu um manninn, að hann telur þá sem eru ekki sömu skoðunar og hann í pólitík, það er mikinn meirihluta þjóðarinnar, vera skyni skroppinn.

Hér verður ekki sagt að Árni Páll sé alveg skyni skroppinn, en þessi tilteknu ummæli hans voru vægast sagt ákaflega heimskuleg.

Það er betra að halda sig við þekktar staðreyndir í svona umræðu en ekki að halda fram svona firrum eins og Árni Páll gerði í kvöld.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 244
  • Sl. sólarhring: 423
  • Sl. viku: 2724
  • Frá upphafi: 1164931

Annað

  • Innlit í dag: 210
  • Innlit sl. viku: 2339
  • Gestir í dag: 198
  • IP-tölur í dag: 196

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband