Leita í fréttum mbl.is

Enn harðnar á dalnum í Evrópu

aspaniÁstandið virðist ekkert vera að skána í Evrópu. Eins og meðfylgjandi frétt á visir.is ber með sér eru Spánverjar enn í djúpum .. vandræðum. Landsframleiðsla dregst saman, smásala dregst saman og atvinnuleysi er komið upp í 26%.

Á sama tíma hafa forsvarsmenn ESB og Seðlabanka Evrópu miklar áhyggjur af Kýpur, eins og meðfylgjandi frétt á Vb.is greinir frá.

Hérna segir Mario Draghi, bankastjóri Seðlabanka Evrópu, frá því að renni viðræður kýpverskra stjórnvalda við Evrópusambandið út í sandinn eða ef Kýpur stendur ekki við fjárhagslegar skuldbindingar sínar gæti það stefnt í voða „því jákvæða andrúmslofti“ sem einkennt hefur evrópska markaði frá því í júlí í fyrra.

Haft er eftir Draghi í breska blaðinu Telegraph að kýpverskir bankar séu nógu stórir til að fela í sér kerfislæga áhættu fyrir evrusvæðið.

Í þýska þinginu eru þær raddir sagðar háværari sem vilja ekki að tekið verði á Kýpur með neinum silkihönskum. Er það einkum vegna þess að ekki alls fyrir löngu lak út skýrsla þýsku leyniþjónustunnar þar sem því er haldið fram að rússneska mafían nýti sér gjarnan banka á Kýpur til að þvo illa fengið fé.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 75
  • Frá upphafi: 1121213

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 71
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband