Leita í fréttum mbl.is

Algjört óráð Össurar í bankamálum

ossurBankasamband Evrópu er verulega gallað. Hið virta fjármáladagblað, Financial Times, birti um daginn grein eftir tvo sérfræðinga um hið væntanlega bankasamband Evrópu, en þeir segja að það geti valdið skattborgurum í álfunni stórfelldu tjóni.

Sérfræðingarnir heita Hans-Werner Sinn og Harald Hau, en þeir eru annars vegar forstöðumaður Ifo stofnunarinnar og hins vegar prófessor í fjármálum í Genfarháskóla í Sviss. Greinin heitir Eurozone banking union is deeply flawed.

Sérfræðingarnir segja að hætta sé á því að þetta bankasamband muni fyrst og fremst leiða til þess að hið opinbera, skattborgararnir, eigi að borga skuldir banka ef illa fer. Hætta sé á að þetta kerfi muni kosta skattborgarana hundruð milljarða evra eða tugþúsundir milljarða króna. Þetta sé fyrst og fremst hugsað til bjargar hagsmunum hluthafa og lánardrottna bankanna og meðferðin á þessu máli sýni að þeir ráði þar algjörlega för og hagsmunir venjulegra skattborgara séu fyrir borð bornir.

Er það þetta sem Össur Skarphéðinsson, helsti efnahagsmálasérfræðingur Samfylkingarinnar vill, samanber meðfylgjandi frétt mbl.is? Að þröngva Íslandi inn í þetta kerfi til þess að hægt sé að láta almenna borgara blæða fyrir illa rekna banka?

Er ekki nóg komið?

Það er gott að Sjálfstæðisflokkurinn skuli spyrna við fótum í þessu efni og ekki láta þröngva sér til að samþykkja fljótfærnislegar breytingar á stjórnarskránni vegna þessa.

Það virðist alveg ljóst að bankakerfi Evrópu er enn á hálfgerðum brauðfótum. Seðlabanki Evrópu er búinn að dæla 900 milljörðum evra í verstu bankana. Heildarskuldir þeirra eru hins vegar um 10 trilljónir evra, þrefalt hærri en opinberar skuldir viðkomandi ríkja.

Skyldi Össur vera búinn að reikna dæmið til enda í þetta sinn? Skyldi hann vera búinn að átta sig á því hvað 10 trilljónir evra er há fjárhæð í krónum og hversu stór hluti gæti fallið á Íslendinga?


mbl.is „Hreinlegra að ganga í ESB“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Vorum við ekki að enda við að vinna dómsmál um að það ætti ekki að ábyrgjast afleiðingar þess að bankar hrynji? Er þetta fólk veikt?

Guðmundur Ásgeirsson, 31.1.2013 kl. 20:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.11.): 364
  • Sl. sólarhring: 488
  • Sl. viku: 2119
  • Frá upphafi: 1162571

Annað

  • Innlit í dag: 321
  • Innlit sl. viku: 1893
  • Gestir í dag: 297
  • IP-tölur í dag: 296

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband