Leita í fréttum mbl.is

Foringjarnir tala tæpitungulaust um ESB-umsókn

althÞað má gera ráð fyrir því að stjórnmálaforingjarnir muni tala tæpitungulaust um framtíð aðildarumsóknar Íslands að ESB á opnum fundi Heimssýnar í Norræna húsinu þriðjudaginn 5. febrúar næstkomandi.

Fundurinn hefst klukkan 12:00

Framtíð aðildarumsóknarinnar mun fyrst og fremst ráðast af afstöðu flokkanna til málsins og árangri þeirra í kosningunum í vor.

Heimssýn hefur sem sagt ákveðið að gefa kjósendum tækifæri til þess að kynna sér afstöðu flokkanna til málsins og heldur því opinn fund um málið. Á fyrri hluta fundarins fær hver frummælandi að kynna afstöðu sína og síns flokks, en í seinni hluta fundarins verður fundargestum gefið færi á að koma með spurningar úr sal.


mbl.is Opinn fundur um framtíð umsóknar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Það er jákvætt að allir ólíkir stjórnmálaflokkar, og talsmenn þeirra, komi saman á einum fundi.

Líka þeir nýju, litlu og fátæku!

Og foringjar allra flokka taki þátt í umræðunni, af virðingu fyrir öllum rök-réttlátum skoðunum.

Vonandi höfum við lært af Icesave-kosningunni, að það verða öll dýrin að finna sig í sama skóginum, á rök-réttlátum lýðræðis-forsendum fyrir heildina.

Við verðum öll að þola réttláta uppbyggilega gagnrýni, og læra af henni, þó það sé stundum erfitt :(

Enginn hlekkur er né verður nokkurntíma sterkari, en veikasti hlekkurinn í keðjunni. Hagur þeirra fátæku og valdalitlu er jafn mikils virði og hagur heildarinnar.

Auðvitað mætir maður á þennan fund, til að fylgjast með og gagnrýna sjálfan sig og aðra. Það ættu sem flestir að gera.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 31.1.2013 kl. 20:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 52
  • Sl. sólarhring: 476
  • Sl. viku: 2485
  • Frá upphafi: 1176176

Annað

  • Innlit í dag: 48
  • Innlit sl. viku: 2253
  • Gestir í dag: 48
  • IP-tölur í dag: 46

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband