Fimmtudagur, 31. janúar 2013
Ofmat Þórlinds á neikvæðum áhrifum gjaldeyrishafta villir honum sýn
Óbeit og ótti virðist vera aflvaki athafna Þórlinds Kjartanssonar og félaga sem ætla enn á ný að reyna að keyra hugmyndir sínar í gegn á landsfundi Sjálfstæðisflokksins, samanber frétt á vb.is. Þórlindur er formaður efnahags- og viðskiptanefndar Sjálfstæðisflokksins, en hirðir samt ekki um að líta á málin frá öllum hliðum.
Gjaldeyrishöftin hafa bæði kosti og galla. Þórlindur lítur aðeins á gallana - og hann ýkir þá - kannski í þeirri viðleitni sinni að rökstyðja þá skoðun að krónunni eigi að skipta út fyrir einhverja aðra mynt - í þessu tilviki Kanadadollar (sem engin rök mæla með að við tökum upp).
Nú var gjaldeyrishöftunum komið á í tíð Sjálfstæðisflokksins við stjórn landsins. Forystumenn flokksins hafa án efa metið það þannig að kostirnir við að setja höftin á væru meiri en ókostirnir. Kostirnir eru minni sveiflur í gengi og verði en ella hefði orðið, styrkara bankakerfi og lægri fjármögnunarkostnaður hins opinbera og einkageirans.
Höftin hafa því stuðlað að aukinni velferð landsmanna. Við skulum jú ekki gleyma því að þrátt fyrir árangursleysi ríkisstjórnar á ýmsum sviðum hefur hagvöxtur hér á landi verið meiri en í flestum öðrum löndum sem við berum okkur saman við. Líklegt að höftin hafi átt sinn þátt í því.
Ókostir haftanna eru óhagræði tiltekinna og tiltölulega fárra aðila í tengslum við viðskipti og fjárfestingar.
Þetta óhagræði er miklu minna en það hagræði sem almenningur hefur af því skjóli sem höftin veita.
Þess vegna eru Þórlindur og félagar að ofmeta neikvæð áhrif haftanna. Þeir gleyma því að nettóáhrifin eru jákvæð enn sem komið er.
En vissulega ber að stefna að afnámi haftanna eins og Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins hefur ítrekað sagt. En ekki með einhverjum hókus-pókus aðferðum við myntskipti sem enginn ábyrgur aðili getur tekið undir.
Nýjustu færslur
- Spurningin í þjóðaratkvæðagreiðslunni
- Samkvæmisleikur Evrópusambandssinna
- Stóri misskilningurinn
- Uppeldisfræðileg nýlunda
- Yfir lækinn til að sækja sér vatn
- Það er ástæða
- Rýrt umboð, eina ferðina enn
- Það er augljóst
- 10 milljarðar eru lika peningar
- Alvöru spilling
- Alvöru sparnaður
- Framsækið verðmætamat hinna réttsýnu
- Að hlusta á þjóðina
- Ósvarað
- Aðalfundur
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 100
- Sl. sólarhring: 239
- Sl. viku: 1863
- Frá upphafi: 1186470
Annað
- Innlit í dag: 86
- Innlit sl. viku: 1631
- Gestir í dag: 86
- IP-tölur í dag: 85
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Eruð þið eitthvað verri? Höftin veita ákveðnum hópi fjármagnseigenda mikil forréttindi umfram almenning í landinu. Hvernig getið þið haldið þessu fram?:
http://www.visir.is/hagnast-um-66-prosent-a-kaupum-rikisbrefa-med-aflandskronum/article/2011628557058
http://www.ruv.is/frett/aflandsfelog-fjarfesta-a-islandi
Hvernig getið þið stutt það að selja landið með þessum afslætti?
Lúðvík Júlíusson, 31.1.2013 kl. 19:10
Maður er nú stundum algörlega gapandi af svona málflutningi. Hvernig í ósköpunum geta gjaldeyrishöft haldið uppi velferð? Nú er ljóst að fjárfestar koma ekki að ráði hér inn nema að það sé tryggt að þeir komi arði sínum út aftur. þannig að það verður lítið um nýfjárfestingar hér. Þetta angar af einangrunarstefnu sem nálgast nærri Norður Kóreu. Ekki viss um að þetta sé t.d. í anda nærri helming stjónrarmanna í Heimssýn sem m.a. standa í pontu á Alþingi og heimata að höftunum sé aflétt.
Magnús Helgi Björgvinsson, 31.1.2013 kl. 19:27
Þetta er alveg rétt ályktun sem kemur fram í þessari grein enda þótt þeir séu nokkrir sem bráðliggur á að höftum verði aflétt þá er sem betur fer ekki búið að gera þeim til hæfis. Í raun eru mjög rangar áherslur í þessari umræðu. Hér þyrfti til dæmis að koma á fót virku verðlagseftirliti sem hefði eftirlit með álagningu í verslunum með samanburði við verð í nágrannalöndum okkar. Þetta er ekki flókið mál og yrði gríðarlega samkeppnishvetjandi og til mikilla bóta fyrir neytendur.
Jafnvel með innleiðingu einhvers gjaldmiðils svo sem Kanadadollars sem ég tek undir að er hreinlega absúrd hugmynd, þá situr eftirspurningin um hvernig menn ætla að hafa hemil á verðbólgunni. Hún nefnilega hættir ekkert að vera vandamál nema að síður sé.
Þá spyrja menn líklega; 'og hvernig skal þá tekist á við verðbólguna?'
Svar; Með höftum og sköttum á fjármagsfærslur.
Ég átta mig á að þetta hljómar kannski leiðinlega og einfaldar kannski ekki málið en þetta er nú samt staðreynd málsins. Því ættu menn að sætta sig við að Ísland mun líklega alltaf þurfa að búa við einhver höft jafnvel þótt einhvern daginn verði búið að komast fyrir yfirvofandi fjármagnsflótta. Ástæðan er þessi, verðbólga hverfur ekki með innleiðingu annars gjaldmiðils nema að síður sé.
Í leit sinni að bættum kjörum neytenda ættu því áhugamenn um ESB kannski að óska frekar eftir verðlagseftirliti, sem hefði eftirlit með álagningu í verslunum.bkv
Gunnar Waage (IP-tala skráð) 1.2.2013 kl. 11:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.