Leita í fréttum mbl.is

Danir með öndina í hálsinum vegna hæstaréttardóms um ESB

danskHæstiréttur Danmerkur tekur nú afstöðu til þess hvort ríkisstjórn Danmerkur hafi brotið gegn stjórnarskrá landsins þegar hún skrifaði undir Lissabon-sáttmálann. Europaportalen greinir frá þessu.

Rétturinn á að skera úr um hvort aðild að sáttmálanum hafi farið rétt fram. Tuttugasta grein dönsku stjórnarskrárinnar gengur út frá því að meirihluti í þjóðaratkvæðagreiðslu eða stuðningur fimm sjöttu hluta þjóðþings þurfi að koma til svo heimila megi valdaframsal til yfirþjóðlegrar stofnunar á borð við ESB. Hvorugt átti sér stað og þess vegna höfðuðu 30 Danir mál til að fá aðildinni hnekkt.

Það gæti orðið afdrifaríkt ef Hæstiréttur Danmerkur kemst að þeirri niðurstöðu að ekki hafi verið farið rétt að. Lagalegar gjörðir sem byggja á Lissabon-sáttmálanum munu þá ógildast.

Dómurinn er talinn geta orðið sögulegur, m.a. fyrir stöðu lýðræðis í landinu.

Dómurinn verður kveðinn upp 20. febrúar næstkomandi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Wow,

Þessi littla dönsku kunnáta sem ég hef, þá held ég að þetta sé rétt hjá þér og ég get ekki séð hvernig Hæstiréttur Danmerkur getur annað en dæmt að Ríkisstjórnin hafi brotið gegn stjórnarskrá Danmerkur.

Þetta yrði kanski rothöggið á ESB báknið.

Hlakka til að sjá hvernig Hæstiréttur kemur til með að réttlæta þessa Lisabon Sáttmála kosningu, en vonandi vepur kosningin gerð ógild og ómerk.

Kveðja frá Las Vegas

Jóhann Kristinsson, 1.2.2013 kl. 21:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.9.): 630
  • Sl. sólarhring: 645
  • Sl. viku: 1917
  • Frá upphafi: 1257681

Annað

  • Innlit í dag: 588
  • Innlit sl. viku: 1730
  • Gestir í dag: 557
  • IP-tölur í dag: 541

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband