Leita í fréttum mbl.is

ESB myndi þá ekki bjarga Íslandi

kypurSú hugsun er algeng að við venjulegar aðstæður eigi bara að bjarga þeim bönkum sem eru kerfislega mikilvægir fyrir efnahagslífið í heild. Þess vegna bjarga seðlabankar Stórabanka í Höfuðborg en ekki Sparisjóði Litluhafnar.

Þjóðverjar telja Kýpur of lítið og áhrifalítið til að það taki að bjarga því, samanber meðfylgjandi frétt.

Ef Kýpur eru of lítið og áhrifalítið land í Evrópu er líklegt að Ísland falli í sama flokk og yrði ekki bjargað.

Hverju yrðum við þá bættari í ESB hvað það varðar? Það er kannski eins gott að reyna að standa á eigin fótum.

Sjá hér frétt mbl.is um málið:

Þýskir stjórnmálamenn velta því nú fyrir sér hvort Kýpur sé nógu stórt hagkerfi til þess að það réttlæti aðstoð frá Evrópusambandinu. Fram kemur á fréttavefnum Euobserver.com að rætt sé um í röðum þeirra hvort efnahagserfiðleikar einstakra ríkja innan evrusvæðisins skapi hugsanlega ekki nógu mikla áhættu fyrir svæðið í heild til þess að það réttlæti slíka aðstoð.

Embættismenn Evrópusambandsins segja að þessi umræða sé aðeins hugsuð af hálfu þýskra stjórnmálamanna til þess að bæta samningsstöðu sína um mögulega aðstoð við Kýpur en þýsk stjórnvöld benda hins vegar á að umræðan byggi einfaldlega á lagalegum skilyrðum slíkrar aðstoðar. Vísa þau í því sambandi í löggjöfina sem björgunarsjóður Evrópusambandsins byggi á þar sem gert er ráð fyrir að hver ósk um aðstoð skuli metin út frá þeirri áhættu sem til staða kunni að vera fyrir evrusvæðið í heild eða aðildarríki þess.

Gæti skapað nýja hættu fyrir Grikkland

Evrópski seðlabankinn hefur lýst því yfir að við eðlilegar aðstæður gæti verið litið svo á að lítið ríki eins og Kýpur, þar sem um ein milljón manna býr, skapaði ekki kerfislæga áhættu fyrir evrusvæðið en annað sé hins vegar uppi á teningnum við núverandi aðstæður. Í því sambandi er bent á að slæm staða efnahagsmála á Kýpur kunni að fela í sér nýjar hættur fyrir Grikkland vegna náinna tengsla á milli bankakerfa ríkjanna tveggja. Mat seðlabankans er því að verði Kýpur ekki hjálpað kunni það að hafa hliðstæð áhrif fyrir evrusvæðið og fall bandaríska bankans Lehman Brothers haustið 2008.

Þýsk stjórnvöld eru ekki sammála þessu. Þau leggja áherslu á að þau vilji að Kýpur verði áfram hluti af evrusvæðinu en til þess að fá samþykki þýska þingsins á aðstoð við ríkið verði að tryggja að hægt sé að sýna með algerandi hætti fram á nauðsyn hennar enda hafi þýska stjórnarandstaðan sem og þingmenn úr röðum stjórnarliða hótað því að stöðva málið í þinginu. Til viðbótar við umræðu um það hvort nauðsynlegt sé að bjarga Kýpur hefur því verið haldið fram að víðtæk spilling þrífist í eyríkinu.

Gert er ráð fyrir að fjármálaráðherrar evruríkjanna leggi blessun sína yfir efnahagsaðstoð við Kýpur á fundi sínum í mars en þá á þýska þingið eftir að samþykkja ráðahaginn. Hugsanlegt er að meirihluti þýskra þingmanna komist þá að þeirri niðurstöðu að Kýpur sé of lítil og enn of spillt til þess að réttlætanlegt sé að koma ríkinu til bjargar.


mbl.is Kýpur of lítil til að bjarga?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já og við Íslendingar erum ekki nema rúmlega 319.000 manns, þessi frétt sannfærir mig enn frekar um að það eru Auðlindir okkar til Lands og Sjávar sem ESB ásælist og hvað segir það okkur Íslendingum annað en að við erum mikið rík Þjóð í Auðlindum sem ég tel aftur á móti betur settar í okkar eigin höndum...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 5.2.2013 kl. 09:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.12.): 23
  • Sl. sólarhring: 301
  • Sl. viku: 2442
  • Frá upphafi: 1176500

Annað

  • Innlit í dag: 23
  • Innlit sl. viku: 2225
  • Gestir í dag: 23
  • IP-tölur í dag: 23

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband