Leita í fréttum mbl.is

Húsfyllir á fundi Heimssýnar í hádeginu um umsóknarferlið

mblKristinsmyndafSigmundiFundur Heimssýnar í Norræna húsinu í hádeginu um umsóknarferlið var bæði fjölmennur og fjörugur. Forystumenn stjórnmálaflokka gerðu grein fyrir afstöðu sinni til málsins og fundarmenn gátu lagt fyrir þá spurningar.

Á fundinum var m.a. rætt um stöðu og þróun Evrópusambandsins, eðli umsóknar- eða aðlögunarferlis, eðli svokallaðra sérlausna og undanþága, og um gjaldmiðilsmálin.

Mbl.is skýrir svo frá fundinum:

Umræðan um það að halda eigi aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu áfram til að sjá hvað bíður landsmanna þar innan er á villigötum, þetta sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins á málfundi Heimssýnar um framtíð aðildarviðræðnanna í Norrænahúsinu í hádeginu í dag.

Á fundinum fluttu erindi auk Sigmundar, Bjarna Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, Árni Þór Sigurðsson, þingflokksformaður Vinstri-grænna og Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar. Fundarstjóri var Páll Magnússon, útvarpsstjóri.

Bjarni Benediktsson benti á að ESB hefði að mörgu leyti breyst síðan að Íslands sótti um aðild að sambandinu. Bjarni spurði í erindi sínu hvar þeir væru sem vildu fyrirvaralaust ganga inn í Evrópusambandið. Benti hann á að í öllum öðrum ríkjum sem sótt hefðu um aðild að sambandinu hefðu menn boðað fyrirvaralausan stuðning við aðild.

Þá sagði hann ekki einu sinni Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, þora að lýsa yfir fyrirvaralausum stuðningi við aðild að sambandinu. Loks sagði hann framtíð umsóknarinnar felast í því að staðan yrði metin og þjóðinni síðan leyft að taka ákvörðun um framhaldið.

„Það eru mikil tækifæri sem felast í Evrópusambandinu,“ sagði Árni Páll Árnason í erindi sínu. Hann sagðist vera einn þeirra sem að Bjarni lýsti eftir. Þá sagðist hann vissulega hafa efast um eigin afstöðu til aðildar, einkum í fyrra, eftir þær breytingar sem orðið hafa á sambandinu.

Hann lagði áherslu á mikilvægi þess að skipta um gjaldmiðil og sagði að það að búa við gjaldgengan gjaldmiðil sem er raunverulega einhvers virði og hægt er að nota í öðrum ríkjum væri mannréttindi. Þá benti hann á rétt fólks til að hafa laun í sama gjaldmiðli og það skuldar. Jafnframt benti hann á að fyrirtæki hér á landi ættu mörg hver erfitt uppdráttar. Í miðri ræðu Árna Páls gekk einn mótmælandi að púltinu með mótmælendaskilti við dræmar undirtektir fundargesta og var þess óskað að hann annað hvort legði niður skiltið eða yfirgæfi fundinn.

Eðlilegt að hægja á viðræðunum

Árni Þór Sigurðsson að eðlilegt hafi verið við þær aðstæður sem voru uppi um áramótin að endurskoða aðildarferlið. Sagði hann að væntingar margra hefðu verið að hægt yrði að ljúka viðræðunum fyrir lok kjörtímabilsins, sagði hann vonbrigði að ekki hefði tekist að klára þýðingarmikla málaflokka eins og til dæmis sjávarútvegskaflann.

Sagðist hann telja að það hafi verið rétt og skynsamlegt skref að hægja á viðræðunum. Hann lagði einnig áherslu á að ekki ætti að gera lítið úr skoðunum þeirra sem ekki vissu hvað fælist í aðild að ESB og vildu fá að vita slíkt. „Það á jafnvel enn meira við í dag að EES samningurinn er að komast í visst öngstræti,“ sagði Árni Þór.

Guðmundur Steingrímsson sagði að Björt framtíð vildi klára aðildarviðræðurnar og gera það vel því að versta niðurstaðan væri vondur samningur. Hann sagði eitt mikilvægt gagn vanta inn í þessa umræðu núna, aðildarsamninginn sjálfan. Benti hann á að í kjölfar hrunsin hefðu Íslendingar komið að „nei-um“ og lokuðum dyrum í alþjóðasamfélaginu. Þá benti Guðmundur á að hann teldi fullveldi þjóðarinnar betur borgið innan ESB heldur en með EES-samningnum.


mbl.is Umræðan um ESB á villigötum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 6
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 457
  • Frá upphafi: 1121177

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 410
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband