Leita í fréttum mbl.is

Fjögur þúsund starfsmenn í Seðlabanka Evrópu þegja á ofurlaunum

ecbBáknið þenst út í ESB. Tvöfalda þarf fjölda starfsmanna Seðlabanka Evrópu, samkvæmt meðfylgjandi frétt mbl.is.

Þannig fer starfsmannafjöldinn úr tveimur þúsundum í fjögur þúsund.

Starfsmannafjöldi í ESB-bákninu í heild skiptir tugum þúsunda. Stór hluti þeirra hefur hærri laun en æðstu embættismenn aðildarríkjanna, auk þess sem þeir búa við mikil skattafríðindi og greiða reyndar skatta til ESB en ekki aðildarríkjanna.

Þótt starfsmenn Seðlabanka Evrópu séu nú þegar um tvö þúsund eru þeir ekki mikið gefnir fyrir það að upplýsa borgara aðildarlandanna um það sem gerist innan bankans.

Þannig er algjörlega bannað að upplýsa um afstöðu þeirra sem taka ákvörðun um stýrivexti evrulandanna. Engar fundargerðir eru birtar af þeim fundum sem taka ákvarðanir um slíkt.

Seðlabanki Evrópu er lokuð stofnun og verður sjálfsagt ekki opnari þótt starfsmannafjöldinn tvöfaldist.


mbl.is Tvöfalda þarf starfsmannafjöldann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Starfsmannafjöldinn er aukin til þess að koma í veg fyrir annað bankahrun.

Þið gefið kannski lítið fyrir það?

Það var svo ofsalega gaman í seinasta hruni.

Sleggjan og Hvellurinn, 5.2.2013 kl. 19:47

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Stundum held ég að fólk eins og þið Sleggja og Hvellur séu hálfvitar, annað hvort það eða hreinræktuð fífl.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.2.2013 kl. 20:11

3 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Mikið svakalega er þetta gott innlegg í umræðuna.

Takk fyrir þetta.

Njóttu vel

Sleggjan og Hvellurinn, 6.2.2013 kl. 22:41

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já takk Sleggjan, kjánaleg innlegg bjóða upp á kjánaleg svör... ekki satt?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.2.2013 kl. 23:49

5 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Ertu að neita því að aukið bankaeftirlit í ESB er sett á stofn til þess að reyna að koma í veg fyrir annað bankahrun?

Sleggjan og Hvellurinn, 7.2.2013 kl. 12:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.12.): 8
  • Sl. sólarhring: 337
  • Sl. viku: 2427
  • Frá upphafi: 1176485

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 2210
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband