Föstudagur, 8. febrúar 2013
Spurningar og svör um evruna
Evruverkefnið er dýrasta tilraun í efnahagsmálum og stjórnmálum á okkar tíð þegar litið er til afleiðinga í efnahagsmálum, stjórnmálum og félagsmálum.
Sænski hagfræðingurinn Stefan de Vylder gaf nú í haust út bók um evrukrísuna (Eurokrisen). De Vylder er þekktur í Svíþjóð fyrir framlag sitt til umræðunnar um evruna og Gjaldmiðilsbandalag Evrópu, ekki hvað síst í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslunnar árið 2003 þegar Svíar höfnuðu evrunni.
Bók de Vylders fjallar um ýmsar hliðar gjaldmiðlamálanna, bæði fyrr og síðar. Í lok bókarinnar er forvitnileg samantekt með spurningum og svörum um myntbandlagið - og getur hér að líta nokkur dæmi, í lauslegri þýðingu:
Uppfyllir Gjaldmiðilsbandalag Evrópu þær kröfur sem gerðar eru til hagkvæms myntsvæðis?
Svar: Nei.
Fylgir því mikill kostnaður fyrir samfélagið, eins og t.d. Svíþjóð, að vera fyrir utan Gjaldmiðilsbandalag Evrópu?
Svar: Nei.
Er hætta á því að mismunandi hagþróun í hinum ýmsu löndum á myntsvæðinu íþyngi samstarfinu í Gjaldmiðilsbandalaginu?
Svar: Já. Sameiginlegur gjaldmiðill í löndum sem hafa mismunandi efnahagsgerð og mismunandi efnahagsþróun leiðir bara til vandræða.
Leiðir sameiginleg peningastefna og sömu stýrivextir í gjaldmiðilsbandalagi til þess að hætta á fasteignabólum og fjármálakreppum minnkar?
Svar: Nei. Það voru ekki hvað síst hinir lágu vextir á evrusvæðinu sem leiddu til óhóflegrar þenslu og síðan verðhruns á Írlandi og Spáni. Þessi lönd hefðu þurft aðra vaxtastefnu og hærri vexti .
Hefur aðild að ESB og Gjaldmiðilsbandalaginu verið trygging gegn því að ríki sýni ábyrgðarleysi í efnahagsmálum?
Svar: Greinilega ekki!
Er ástæðan fyrir fjármálakreppunni aðallega ábyrgðarleysi í ríkisfjármálum?
Svar: Léttúð í ríkisfjármálum átti að einhverju leyti hlut að máli í hluta evrulandanna, en hinn ógurlegi halli á rekstri ríkissjóða sem hefur átt sér stað eftir 2008 er afleiðing kreppunnar en ekki orsök.
Getur svokölluð innri gengislækkun (launa- og kostnaðarlækkanir) bætt alþjóðlega samkeppnishæfni veiku landanna í Gjaldmiðilsbandalaginu?
Svar: Já. En kostnaðurinn er vaxandi skuldabaggi og versnandi greiðsluhæfi með hættu á gjaldþroti.
Hefur evran aukið á félagslega og pólitíska sundrungu innan og milli landa í Evrópu og ýtt undir vöxt fasískra tilhneiginga og andúðar á innflytjendum?
Svar: Já.
Er evruverkefnið dýrasta tilraun í efnahagsmálum og stjórnmálum á okkar tíð þegar litið er til afleiðinga í efnahagsmálum, stjórnmálum og félagsmálum?
Svar: Því miður virðist svo vera.
Hversu stór verður reikningurinn sem sendur verður skattgreiðendum í evrulöndunum?
Svar: Hef ekki hugmynd. En hann verður stór.
Hefur aukið vald Seðlabanka Evrópu komið til skoðunar í þjóðþingum aðildarlanda og hafa íbúar evrusvæðisins verið upplýstir um hinar gífurlega miklu skuldbindingar sem Seðlabanki Evrópu og framkvæmdastjórn ESB hafa komið á herðar skattborgaranna?
Svar: Varla.
Samræmist aðild að Gjaldmiðilsbandalaginu því að þjóðirnar hafi sjálfsákvörðunarrétt um eigin mál?
Svar: Nei, svo virðist ekki vera. Ráðin eru tekin af ríkjum sem lenda í erfiðleikum. Fjármagnsmarkaðir fá aukið vald og ríkisfjármálum landanna eru settar skorður. Fyrir vikið hefur hlutverk þjóðþinganna dregist saman, ekki bara í þeim löndum sem eiga við vanda að glíma, heldur í öllum evrulöndunum.
Nýjustu færslur
- Spurningin í þjóðaratkvæðagreiðslunni
- Samkvæmisleikur Evrópusambandssinna
- Stóri misskilningurinn
- Uppeldisfræðileg nýlunda
- Yfir lækinn til að sækja sér vatn
- Það er ástæða
- Rýrt umboð, eina ferðina enn
- Það er augljóst
- 10 milljarðar eru lika peningar
- Alvöru spilling
- Alvöru sparnaður
- Framsækið verðmætamat hinna réttsýnu
- Að hlusta á þjóðina
- Ósvarað
- Aðalfundur
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 28
- Sl. sólarhring: 228
- Sl. viku: 1791
- Frá upphafi: 1186398
Annað
- Innlit í dag: 25
- Innlit sl. viku: 1570
- Gestir í dag: 25
- IP-tölur í dag: 25
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
ESB flokkarnir Samfylkingin og Björt Framtíð, telja sig eiga ca. 150 störf hjá ESB í Brussel,skattfrjáls ofurlaun, og helstu verk, eru að hafa eftirlit hver með öðrum, við að fletta reglugerðarfáráni upp á hálfa miljón blaðsíður, það þarf engin að vera hissa á áhuga þessara flokka á ESB aðild, þægileg innivinna segja þau.
Þá er spurt hver er hagvöxturinn við þessa vinnu?
Jón Ólafur (IP-tala skráð) 8.2.2013 kl. 15:33
Og 15 ný sendiráð...
GB (IP-tala skráð) 8.2.2013 kl. 15:48
Mun Heimssýn berjast fyrir því að við segjum upp EES samningnum og göngum út úr EFTA? Er ekki fáránlegt að við séum að taka við löggjöfin frá ESB án aðild að ESB?
Einar (IP-tala skráð) 8.2.2013 kl. 22:09
Þetta er ljót upptalning hjá De Vylder, en hann kemur þarna ekkert inn á tilfærslu atvinnunar innan sambandsins. Bendir ekkert á það mikla atvinnuleysi sem sumar þjóðir búa við, meðan aðrar sleppa tiltölulega vel. Það má vissulega tengja við evruna.
Það er spurning Einar, hvort Heimssýn snúi sér nú gegn EES samningnum, þegar ljóst er að aðildarumsóknin er strönduð. Þetta eru þó ólík mál að því leyti til að annars vegar er um aðildarviðræður að ræða en hins vegar um samning sem er í gildi.
Það má vissulega færa fyrir því rök að segja beri upp EES samningnum, en það mætti líka einfaldlega benda á að hér á landi er í gildi stjórnarskrá og samkvæmt henni getur ESB ekki ætlast til að við samþykkjum hvaða rugl sem er, er frá þeim kemur.
Þegar EES samningurinn var gerður og samþykktur á Alþingi, án aðkomu þjóðarinnar, var því haldið fram að hann bryti ekki í bága við stjórnarskrá. Við verðum að treysta því að svo hafi verið. Ef vandi Alþingis í dag er að hingað komi tilskipanir sem eru í bága við okkar stjórnarskrá, eins og utanríkisráðherra heldur fram, þarf einfaldlega að taka þennan samning og lesa hann fyrir framkvæmdastjórn ESB. Gera þeim grein fyrir því um hvað var samið og að ekkert gefi ESB leifi til að breyta því einhliða.
Gunnar Heiðarsson, 9.2.2013 kl. 08:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.